Fjandskapur við skriðsóley Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 23. júní 2009 06:00 Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni. Hver ber ábyrgð á þessu? Garðurinn var nýplægður uppúr eldri görðum og í hann fór vænn skammtur af hrossataði. Hér bar alllt að sama brunni: kangvinn órækt hafði fyllt mómoldina illgresisfræjum og ekki bætti taðið úr: einhver hrossaræktandinn hefur beitt stóði sínu sem þessu taði skeit á arfagresjur. Nú þarf ég að þrífa eftir hann. Það er létt verk að fletta illgresisbreiðunni af beðinu, því fyrsta af fjórum. Neðsta beðið í slakkanum er sínu verst: þar heyir skriðpuntur hetjulega baráttu fyrir lífi sínu og þegar efri beðin öll eru hrein bærist blaðfagur punturinn í kvöldbænum. Þar örlar ekki á grasi. Gleymdist að pota útsæði niður í það? Leit er skipulögð í huganum eftir fáa daga. Líkastil verður að stinga þann part upp, hreinsa beðið á stórum parti eins og veikan stjórnmálaflokk. Gott maður lumar á rauðu útsæði á tryggum stað sem kemur nú til góða, fagurlega spírað í svörtum poka við rétt hitastig. Allt um kring eru félagar mínir, allt ókunnir menn, karla og konur að huga að ræktinni. Bjartar akrílbreiður dimmgrá plöst og sérstiðin fyrir bogagrindur skreyta lundinn, götur teknar að verða torfærar fyrir grjóttýnslunni sem skilar upp úr moldinni smáhrugum milli stærri fanga úr steinaríkinu. Það lítur vel út með uppskeruna, grösin komin vel af stað. Keikir kálblöðungar eru fyrirferðar miklir í beði nágrannans. Handan við órætina þusar umferðin með einstaka rokum manna með vélarafl við tærnar. Lengst niðurfrá hjalar áin. Okkur vantar rigningu, það er stöku dreif af smádropum sem standa ekki undir nafninu skúr. Þá er kallað. Maður er komin upp í birkitré og lítur nú yfir veldi sumarsins í borgarlandinu. Hér er minn heimur og sá er stór. Hann er yfir tímanum snáðinn og greinin vaggar kærlega undir honum. Og svo dettur á dúnalogn í kvöldblíðunni. Gatan tæmist andartak og þá heyrist fugl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun
Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni. Hver ber ábyrgð á þessu? Garðurinn var nýplægður uppúr eldri görðum og í hann fór vænn skammtur af hrossataði. Hér bar alllt að sama brunni: kangvinn órækt hafði fyllt mómoldina illgresisfræjum og ekki bætti taðið úr: einhver hrossaræktandinn hefur beitt stóði sínu sem þessu taði skeit á arfagresjur. Nú þarf ég að þrífa eftir hann. Það er létt verk að fletta illgresisbreiðunni af beðinu, því fyrsta af fjórum. Neðsta beðið í slakkanum er sínu verst: þar heyir skriðpuntur hetjulega baráttu fyrir lífi sínu og þegar efri beðin öll eru hrein bærist blaðfagur punturinn í kvöldbænum. Þar örlar ekki á grasi. Gleymdist að pota útsæði niður í það? Leit er skipulögð í huganum eftir fáa daga. Líkastil verður að stinga þann part upp, hreinsa beðið á stórum parti eins og veikan stjórnmálaflokk. Gott maður lumar á rauðu útsæði á tryggum stað sem kemur nú til góða, fagurlega spírað í svörtum poka við rétt hitastig. Allt um kring eru félagar mínir, allt ókunnir menn, karla og konur að huga að ræktinni. Bjartar akrílbreiður dimmgrá plöst og sérstiðin fyrir bogagrindur skreyta lundinn, götur teknar að verða torfærar fyrir grjóttýnslunni sem skilar upp úr moldinni smáhrugum milli stærri fanga úr steinaríkinu. Það lítur vel út með uppskeruna, grösin komin vel af stað. Keikir kálblöðungar eru fyrirferðar miklir í beði nágrannans. Handan við órætina þusar umferðin með einstaka rokum manna með vélarafl við tærnar. Lengst niðurfrá hjalar áin. Okkur vantar rigningu, það er stöku dreif af smádropum sem standa ekki undir nafninu skúr. Þá er kallað. Maður er komin upp í birkitré og lítur nú yfir veldi sumarsins í borgarlandinu. Hér er minn heimur og sá er stór. Hann er yfir tímanum snáðinn og greinin vaggar kærlega undir honum. Og svo dettur á dúnalogn í kvöldblíðunni. Gatan tæmist andartak og þá heyrist fugl.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun