Krúttípúttípútt Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 10. nóvember 2009 06:00 Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Þær breyttu allar um rödd, skældu bjartar og dimmar raddir til í einhverja blöndu af falsettu og skringilegheitum um leið og þær ráku fram totaðan munninn - og um stútaðar varirnar streymdu orðarunur - gússimússitútt - skomínakrúttitúttibollu og aðrar álíka rímrollur með hávellustunum og játningu í andköfum: hún er svo mikið rassgat. Og svo var talað hástemmt um fríðleik stúlkubarnsins í þriðju persónu meðan hún horfði á þær stjörf og fangin í faðmi móðurinnar. Ég þekkti svo sem til dæma um foreldra sem höguðu sér þannig gagnvart börnum sínum, afmynduðust í fasi og rödd þegar þeir ávörpuðu afkvæmi sín - jafnvel þótt krakkagreyin væru komin undir gelgju og vildu í áheyrn annarra taka undir sig stökk og hverfa frá svo kjánalegum forráðamönnum. Mín er svo þetta eða hitt, minn er svona og svona. Barnatónninn sem fólk stillti á fól í sér uppskrúfaða væntumþykju með miklum ýkjum í bland við sérkennilega forakt fyrir vitsmunum og þroska þess sem talað var við og niður til. Engum dytti í hug að tala svoleiðis við ókunnugan, þótt ýmsir geri sig seka að tala í slíkum tilbúnum tón við bæði fatlað fólk og eldri borgara - oft í þriðju persónu. Þessi siður er sérkennilegur: þú mælir einhvern niður og talar við hann eins og þú sért í einhverjum leik. Viðmælandi þinn sé ekki þess verður að við hann sé talað eins og vitiborinn fullveðja einstakling - jafnvel þótt hann sé á barnsaldri. Vildir þú láta tala svona við þig, til dæmis í banka eða af opinberum starfsmanni? Sem þeir gera reyndar sumir sem nota ávarpsorðin Elskan eða Vinur - bláókunnugir menn. Og ef ég sneri mér við í sporunum við gluggann og ávarpaði þær á sama hátt, mæðurnar, með tilhæfu orðavali frá vexti þeirra, aldri og kyni, ræki fram kjammann með stút og léti vaða er hætt við að þeim brygði í brún, stilltust, litu svo hver á aðra og segðu stundarhátt: sá er klikkaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun
Þær slógu hring um eina kynsystur sína sem var með afkvæmi sitt á handleggnum, krakka sem átti samkvæmt stærð að geta staðið á eigin fótum, en horfði nú í forundran á hópinn í kringum sig. Móðirin var státin yfir fríðu barninu og lokkaprúðu en þaðan sem ég stóð og virti fyrir mér útstillingu í verslunarglugga mátti heyra hljóðin. Þær breyttu allar um rödd, skældu bjartar og dimmar raddir til í einhverja blöndu af falsettu og skringilegheitum um leið og þær ráku fram totaðan munninn - og um stútaðar varirnar streymdu orðarunur - gússimússitútt - skomínakrúttitúttibollu og aðrar álíka rímrollur með hávellustunum og játningu í andköfum: hún er svo mikið rassgat. Og svo var talað hástemmt um fríðleik stúlkubarnsins í þriðju persónu meðan hún horfði á þær stjörf og fangin í faðmi móðurinnar. Ég þekkti svo sem til dæma um foreldra sem höguðu sér þannig gagnvart börnum sínum, afmynduðust í fasi og rödd þegar þeir ávörpuðu afkvæmi sín - jafnvel þótt krakkagreyin væru komin undir gelgju og vildu í áheyrn annarra taka undir sig stökk og hverfa frá svo kjánalegum forráðamönnum. Mín er svo þetta eða hitt, minn er svona og svona. Barnatónninn sem fólk stillti á fól í sér uppskrúfaða væntumþykju með miklum ýkjum í bland við sérkennilega forakt fyrir vitsmunum og þroska þess sem talað var við og niður til. Engum dytti í hug að tala svoleiðis við ókunnugan, þótt ýmsir geri sig seka að tala í slíkum tilbúnum tón við bæði fatlað fólk og eldri borgara - oft í þriðju persónu. Þessi siður er sérkennilegur: þú mælir einhvern niður og talar við hann eins og þú sért í einhverjum leik. Viðmælandi þinn sé ekki þess verður að við hann sé talað eins og vitiborinn fullveðja einstakling - jafnvel þótt hann sé á barnsaldri. Vildir þú láta tala svona við þig, til dæmis í banka eða af opinberum starfsmanni? Sem þeir gera reyndar sumir sem nota ávarpsorðin Elskan eða Vinur - bláókunnugir menn. Og ef ég sneri mér við í sporunum við gluggann og ávarpaði þær á sama hátt, mæðurnar, með tilhæfu orðavali frá vexti þeirra, aldri og kyni, ræki fram kjammann með stút og léti vaða er hætt við að þeim brygði í brún, stilltust, litu svo hver á aðra og segðu stundarhátt: sá er klikkaður.