Létt verk hjá Íslandi gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2008 20:20 Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland í kvöld. Ísland vann stórsigur á Belgíu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2010, 40-21. Staðan í hálfleik var 21-9, Íslandi í vil. Ísland komst snemma í 9-2 forystu og í raun má segja að Ísland hafi spilað æfingaleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum ytra á laugardaginn. Það verður alvöru prófraunin á íslenska landsliðið sem er án þeirra Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur í dag en markvarsla og vörn var mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Belgarnir áttu lengst af fá svör við íslenska varnarleiknum en skoruðu fleiri mörk í síðari hálfleik þegar að íslenska liðið fór að slaka á klónni. Markverðirnir báðir áttu fínan dag enda kannski lítil ógn af belgísku leikmönnunum. Þeirra bestu menn voru hornamennirnir Thomas Cauwenberghs og markvörðurinn Jens Lievens sem varði oft vel. Allir íslensku leikmennirnir komust á blað í dag nema Arnór Atlason sem tók þó tvö skot að marki. Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik í dag og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Leiksins verður fyrst og fremst minnst fyrir það. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 13/5 (17/5) Róbert Gunnarsson 5 (6) Þórir Ólafsson 5 (7) Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (8) Vignir Svavarsson 3 (5) Einar Hólmgeirsson 3 (6) Aron Pálmarsson 2 (2) Logi Geirson 2 (4) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Sverre Jakobsson 1 (1) Ingimundur Ingimundarson 1 (1) Arnór Atlason (2) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (25, 52%, seinni hálfleikur) Hreiðar Guðmundsson 12 (21/1, 57%, fyrri hálfleikur) Skotnýting: 40/60 (67%) Vítanýting: Skorað úr 6 af 6. Mörk úr hraðaupphlaupum: 15 (Guðjón Valur 5, Þórir 3, Ásgeir Örn 2, Róbert 1, Einar 1, Logi 1, Sverre 1, Ingimundur 1). Fiskuð víti: Róbert 2, Ragnar 2, Guðjón Valur 1 og Ásgeir Örn 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Belgíu: Tim Houbrecht 5 Nicolas Houbrecht 5 Thomas Cauwenberghs 3 Varin skot: Jens Lievens 13 (40/4, 33%, 43 mínútur) David Polfliet 1 (14/2, 7%, 17 mínútur) Skotnýting: 21/50 (42%) Vítanýting: Skorað úr 0 af 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 2. Utan vallar: 6 mínútur. 21.21 Ísland - Belgía 29-14 Belgar hafa skorað tvö mörk í röð en það er engin ástæða til að örvænta. Ég fullyrði það. 21.11 Ísland - Belgía 23-11 Síðari hálfleikur hafinn og Guðjón Valur var að skora sitt níunda mark í leiknum og sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Vel af sér vikið. 20.56 Ísland - Belgía 19-9 Fyrri hálfleik lokið og munurinn tíu mörk. Í sjálfu sér lítið hægt að segja um þennan fyrri hálfleik. Markvarsla og vörnin var góð en menn voru aðeins of bráðir í sóknarleiknum á köflum. Þetta er í sjálfu sér bara létt æfing sem er hið besta mál og kjörið tækifæri að fá nýja menn í landsliðið - eða gamla aftur inn. Höllin er fullsetin og fín stemning á leiknum. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8/3 (10/3) Róbert Gunnarsson 2 (2) Þórir Ólafsson 2 (3) Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4) Einar Hólmgeirsson 2 (4) Aron Pálmarsson 1 (1) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Logi Geirsson 1 (3) Vignir Svavarsson (1) Arnór Atlason (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12/1 (21/1, 57%, 30 mínútur) 20.42 Ísland - Belgía 15-7 Fimm íslensk mörk í röð og svo skoruðu Belgar. Hreiðar varði víti og er alls búinn að taka tíu skot. Aron Pálmarsson er kominn inn á og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark strax í sinni annarri sókn. 20.42 Ísland - Belgía 10-6 Þrjú belgísk mörk í röð. Átti ekki von á þessu. Logi Geirsson og Einar Hólmgeirsson eru komnir inn. Báðir búnir að skjóta en klikkuðu báðir. 20.38 Ísland - Belgía 10-3 Belgar taka leikhlé og spurning hvenær við fáum að sjá ný andlit á vellinum. Gaman að sjá Ragnar Óskarsson og Þóri Ólafsson sem hafa ekki spilað lengi með landsliðinu. Þeir eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Guðjóni Val, Ásgeiri Erni, Arnóri, Róberti og Hreiðari. 20.37 Ísland - Belgía 10-3 Varnarleikur Belganna er talsvert skárri en sóknarleikur liðsins. Strákarnir hafa þó verið frekar óþolinmóðir í sínum sóknarleik og látið belgíska markvörðinn verja fimm skot frá sér til þessa. En eins og sést á ofangreindri stöðu er lítil spenna í þessum leik. 20.27 Ísland - Belgía 5-2 Þetta er ekki flókið. Belgarnir ráða ekkert við varnarleik íslenska liðsins og hafa bæði mörkin þeirra komið úr langskotum. Ísland á heldur í litlum vandræðum með varnarleik Belga. 20.22 Ísland - Belgía 2-0 Leikurinn er hafinn. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar fyrsta markið með gegnumbroti. Hreiðar ver svo fyrsta skot Belga og Þórir skorar strax. 20.20 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Íslands og Belgíu verður lýst. Þetta er fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM 2010 en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki. Það verður forvitnilegt að fylgjast með íslenska landsliðinu sem er í dag að leika sinn fyrsta leik frá silfurleiknum fræga gegn Frökkum á Ólympíuleikunum í sumar. Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ísland vann stórsigur á Belgíu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2010, 40-21. Staðan í hálfleik var 21-9, Íslandi í vil. Ísland komst snemma í 9-2 forystu og í raun má segja að Ísland hafi spilað æfingaleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum ytra á laugardaginn. Það verður alvöru prófraunin á íslenska landsliðið sem er án þeirra Ólafs Stefánssonar og Snorra Steins Guðjónssonar. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur í dag en markvarsla og vörn var mjög góð, sérstaklega í fyrri hálfleik. Belgarnir áttu lengst af fá svör við íslenska varnarleiknum en skoruðu fleiri mörk í síðari hálfleik þegar að íslenska liðið fór að slaka á klónni. Markverðirnir báðir áttu fínan dag enda kannski lítil ógn af belgísku leikmönnunum. Þeirra bestu menn voru hornamennirnir Thomas Cauwenberghs og markvörðurinn Jens Lievens sem varði oft vel. Allir íslensku leikmennirnir komust á blað í dag nema Arnór Atlason sem tók þó tvö skot að marki. Aron Pálmarsson lék sinn fyrsta leik í dag og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Leiksins verður fyrst og fremst minnst fyrir það. Tölfræði leiksins: Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 13/5 (17/5) Róbert Gunnarsson 5 (6) Þórir Ólafsson 5 (7) Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (8) Vignir Svavarsson 3 (5) Einar Hólmgeirsson 3 (6) Aron Pálmarsson 2 (2) Logi Geirson 2 (4) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Sverre Jakobsson 1 (1) Ingimundur Ingimundarson 1 (1) Arnór Atlason (2) Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 13 (25, 52%, seinni hálfleikur) Hreiðar Guðmundsson 12 (21/1, 57%, fyrri hálfleikur) Skotnýting: 40/60 (67%) Vítanýting: Skorað úr 6 af 6. Mörk úr hraðaupphlaupum: 15 (Guðjón Valur 5, Þórir 3, Ásgeir Örn 2, Róbert 1, Einar 1, Logi 1, Sverre 1, Ingimundur 1). Fiskuð víti: Róbert 2, Ragnar 2, Guðjón Valur 1 og Ásgeir Örn 1. Utan vallar: 6 mínútur. Markahæstir hjá Belgíu: Tim Houbrecht 5 Nicolas Houbrecht 5 Thomas Cauwenberghs 3 Varin skot: Jens Lievens 13 (40/4, 33%, 43 mínútur) David Polfliet 1 (14/2, 7%, 17 mínútur) Skotnýting: 21/50 (42%) Vítanýting: Skorað úr 0 af 1. Mörk úr hraðaupphlaupum: 2. Utan vallar: 6 mínútur. 21.21 Ísland - Belgía 29-14 Belgar hafa skorað tvö mörk í röð en það er engin ástæða til að örvænta. Ég fullyrði það. 21.11 Ísland - Belgía 23-11 Síðari hálfleikur hafinn og Guðjón Valur var að skora sitt níunda mark í leiknum og sitt þúsundasta landsliðsmark á ferlinum. Vel af sér vikið. 20.56 Ísland - Belgía 19-9 Fyrri hálfleik lokið og munurinn tíu mörk. Í sjálfu sér lítið hægt að segja um þennan fyrri hálfleik. Markvarsla og vörnin var góð en menn voru aðeins of bráðir í sóknarleiknum á köflum. Þetta er í sjálfu sér bara létt æfing sem er hið besta mál og kjörið tækifæri að fá nýja menn í landsliðið - eða gamla aftur inn. Höllin er fullsetin og fín stemning á leiknum. Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8/3 (10/3) Róbert Gunnarsson 2 (2) Þórir Ólafsson 2 (3) Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4) Einar Hólmgeirsson 2 (4) Aron Pálmarsson 1 (1) Ragnar Óskarsson 1/1 (1/1) Logi Geirsson 1 (3) Vignir Svavarsson (1) Arnór Atlason (1) Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12/1 (21/1, 57%, 30 mínútur) 20.42 Ísland - Belgía 15-7 Fimm íslensk mörk í röð og svo skoruðu Belgar. Hreiðar varði víti og er alls búinn að taka tíu skot. Aron Pálmarsson er kominn inn á og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark strax í sinni annarri sókn. 20.42 Ísland - Belgía 10-6 Þrjú belgísk mörk í röð. Átti ekki von á þessu. Logi Geirsson og Einar Hólmgeirsson eru komnir inn. Báðir búnir að skjóta en klikkuðu báðir. 20.38 Ísland - Belgía 10-3 Belgar taka leikhlé og spurning hvenær við fáum að sjá ný andlit á vellinum. Gaman að sjá Ragnar Óskarsson og Þóri Ólafsson sem hafa ekki spilað lengi með landsliðinu. Þeir eru báðir í byrjunarliðinu ásamt Guðjóni Val, Ásgeiri Erni, Arnóri, Róberti og Hreiðari. 20.37 Ísland - Belgía 10-3 Varnarleikur Belganna er talsvert skárri en sóknarleikur liðsins. Strákarnir hafa þó verið frekar óþolinmóðir í sínum sóknarleik og látið belgíska markvörðinn verja fimm skot frá sér til þessa. En eins og sést á ofangreindri stöðu er lítil spenna í þessum leik. 20.27 Ísland - Belgía 5-2 Þetta er ekki flókið. Belgarnir ráða ekkert við varnarleik íslenska liðsins og hafa bæði mörkin þeirra komið úr langskotum. Ísland á heldur í litlum vandræðum með varnarleik Belga. 20.22 Ísland - Belgía 2-0 Leikurinn er hafinn. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar fyrsta markið með gegnumbroti. Hreiðar ver svo fyrsta skot Belga og Þórir skorar strax. 20.20 Velkomin til leiks Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik Íslands og Belgíu verður lýst. Þetta er fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM 2010 en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki. Það verður forvitnilegt að fylgjast með íslenska landsliðinu sem er í dag að leika sinn fyrsta leik frá silfurleiknum fræga gegn Frökkum á Ólympíuleikunum í sumar.
Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti