Evrukenning Sigurjóns 11. febrúar 2008 10:58 Athyglisverð kenning sem Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, setti fram í þætti mínum Mannamáli á Stöð 2 í gærkvöld. Þar hélt hann því fram að samfylkingarmenn væru að tala sjálfstæðismenn út í horn í evru-umræðunni. Þeir færu einfaldlega of geist í umræðunni um upptöku nýs gjaldmiðils og inngöngu í ESB - og gæfu sjálfstæðismönnum ekki nægilegt pólitískt svigrúm til að þróa umræðuna innan eigin flokks. Þegar upp væri staðið skaðaði óendanleg málgleði samnfylkingarmanna nauðsynlegan debatt stjórnmálaflokkanna á þessu sviði. Skyldu samfylkingarmenn gera sér grein fyrir þessu? Ég held ekki. Til þess hafa þeir of gaman af að ræða um pólitíkina sína. Og kannski er þarna kominn einn helsti munurinn á þessum tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Annars talaði Sigurjón hreint út um evruna í þættinum, eins og fram kemur á fréttasíðum visir.is í dag: "Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náinni framtíð ... Sigurjón segir að krónan hafi verið góð til síns brúks á sínum tíma þegar landið var lokaðari en nú er. Staðan nú sé hins vegar sú að Íslendingar hafi ekki lengur stjórn á krónunni. Hún gangi kaupum og sölum út í hinum stóra heimi. Sigurjón leggur áherslu á að upptaka á evru sem gjaldmiðli sé ekki hlutur sem gerist á einni nóttu. Slíkt þurfi vandlegan undirbúning og margir þurfi að koma þar að máli. Það flæki einnig stöðuna að fjöldi Íslendinga sé ekki hrifinn af því að ganga í Evrópusambandið. Það væri hins vegar jákvætt að mati hans að taka up evruna. Aðspurður um hvort aðrir gjaldmiðlar en evran kæmu til greina segir Sigurjón að hann veðji á evruna enda sé hún mun líklegri en aðrir gjaldmiðlar." Hér mun líklega verið talað af nokkurri reynslu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun
Athyglisverð kenning sem Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, setti fram í þætti mínum Mannamáli á Stöð 2 í gærkvöld. Þar hélt hann því fram að samfylkingarmenn væru að tala sjálfstæðismenn út í horn í evru-umræðunni. Þeir færu einfaldlega of geist í umræðunni um upptöku nýs gjaldmiðils og inngöngu í ESB - og gæfu sjálfstæðismönnum ekki nægilegt pólitískt svigrúm til að þróa umræðuna innan eigin flokks. Þegar upp væri staðið skaðaði óendanleg málgleði samnfylkingarmanna nauðsynlegan debatt stjórnmálaflokkanna á þessu sviði. Skyldu samfylkingarmenn gera sér grein fyrir þessu? Ég held ekki. Til þess hafa þeir of gaman af að ræða um pólitíkina sína. Og kannski er þarna kominn einn helsti munurinn á þessum tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Annars talaði Sigurjón hreint út um evruna í þættinum, eins og fram kemur á fréttasíðum visir.is í dag: "Sigurjón Árnason landsbankastjóri er hlynntur því að Íslendingar taki upp evruna sem gjaldmiðil í náinni framtíð ... Sigurjón segir að krónan hafi verið góð til síns brúks á sínum tíma þegar landið var lokaðari en nú er. Staðan nú sé hins vegar sú að Íslendingar hafi ekki lengur stjórn á krónunni. Hún gangi kaupum og sölum út í hinum stóra heimi. Sigurjón leggur áherslu á að upptaka á evru sem gjaldmiðli sé ekki hlutur sem gerist á einni nóttu. Slíkt þurfi vandlegan undirbúning og margir þurfi að koma þar að máli. Það flæki einnig stöðuna að fjöldi Íslendinga sé ekki hrifinn af því að ganga í Evrópusambandið. Það væri hins vegar jákvætt að mati hans að taka up evruna. Aðspurður um hvort aðrir gjaldmiðlar en evran kæmu til greina segir Sigurjón að hann veðji á evruna enda sé hún mun líklegri en aðrir gjaldmiðlar." Hér mun líklega verið talað af nokkurri reynslu ... -SER.