Handbolti

Wilbek: Vorum aldrei í vafa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilbek gefur sínum mönnum fyrirmæli í dag.
Wilbek gefur sínum mönnum fyrirmæli í dag. Nordic Photos / AFP

Ulrik Wilbek sagði í samtali við danska fjölmiðla eftir sigurinn á Króötum í úrslitaleik EM í handbolta að sínir menn hefðu aldrei efast um danskan sigur.

Danir gáfu það meira að segja út fyrir mótið að þeir ætluðu sér gullið í Noregi og stóðu í dag við stóru orðin.

Þetta var fyrsti sigur Dana á stórmóti í handbolta en þeir hafa þrívegis unnið til bronsverðlauna á Evrópumeistaramótum. Þar að auki hafa Danir unnið silfur og brons á HM í handbolta.

„Mér fannst við aldrei missa tökin á leiknum - ekki einu sinni þegar við vorum 4-0 undir," sagði Wilbek. „Þegar við náðum fimm marka forystu í stöðunni 16-11 hugsaði ég með mér að þeir gætu ekki náð okkur. Og nú höfum við unnið og er það frábær tilfinning."

„Bæði leikmennirnir og ég misstum aldrei trúna. Við stóðum saman og þess vegna stöndum við hér í dag. Við erum með frábæra vörn og frábæran markvörð. Kasper Hvidt hefur leikið hverja einustu mínútu í þessu móti," sagði Wilbek.

„Og nú erum við líka á leið á Ólympíuleikana í Peking."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×