Handbolti

Kiel Þýskalandsmeistari í handbolta

Leikmenn Kiel fagna meistaratitlinum annað árið í röð
Leikmenn Kiel fagna meistaratitlinum annað árið í röð NordcPhotos/GettyImages

Leikmenn Kiel fengu góða sárabót í kvöld þegar þeir tryggðu sér sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en liðið tapaði sem kunnugt er fyrir Ciudad Real í úrslitum Meistaradeildarinnar á dögunum.

Kiel vann öruggan sigur á Göppingen í næstsíðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld 43-31. Jaliesky Garcia skoraði 4 mörk fyrir Göppingen í leiknum.

Flensburg tapaði á sama tíma fyrir Rhein-Neckar Löwen 31-27 og Gummersbach lagði Grosswallstadt 42-38. Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbachog Guðjón Valur Sigurðsson 5.

Þá vann Nordhorn 31-29 sigur á Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×