Guðjón Valur: Skipti mér ekkert af málinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 14:36 Guðjón Valur í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP Guðjón Valur Sigurðsson segir að hann hafi látið félögin algjörlega um hvort að hann myndi klára samning sinn við Gummersbach eða fara fyrr en áætlað var til Rhein-Neckar Löwen. Í dag var tilkynnt að Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach hefðu komist að samkomulagi að Guðjón Valur færi til fyrrnefnda liðsins í sumar eftir langar samningaviðræður. „Mér líst ágætlega á þetta," sagði Guðjón Valur í samtali við Vísi. „Það verður ekki auðvelt að fara frá Gummersbach en ég var búinn að taka þá ákvörðun að fara og stend við hana. Það verður gaman að fá að prófa eitthvað nýtt." „Ég beitti mér ekkert í því máli hvort ég færi í sumar eða næsta sumar. Ég leyfði félögunum alveg að hafa sinn gang með það. Það eina sem ég bað um að ég fengi að vita þetta fyrir ákveðinn tímapunkt svo ég gæti undirbúið mig." „Það verður væntanlega nóg að gera með landsliðinu í sumar en við ætlum okkur á Ólympíuleikana. Ég hef því um það um það bil eina viku eftir leikina við Makedóníu í júni til að koma mér hingað út, pakka öllu niður og flytja." Rhein-Neckar Löwen er staðsett um 300 kílómetrum sunnar í Þýskalandi en Gummersbach. Guðjón Valur er þó ekkert farinn að velta næsta tímabili fyrir sér. „Það eru enn nokkrir leikir eftir af þessu tímabili og svo kemur undankeppni ÓL, undankeppni HM og svo vonandi sjálfir Ólympíuleikarnir. Ég er því ekkert að hugsa um næsta tímabil eins og er," sagði hann. Gummersbach hefur verið mikið Íslendingalið undanfarin ár en auk Guðjóns Vals hafa þeir Róbert Gunnarsson og Sverre Andreas Jakobsson leikið með liðinu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar þjálfara. Sverre er á leið til Íslands eftir tímabilið og fækkar því Íslendingunum í félaginu um helming í sumar. „Það er samt alveg nóg eftir," sagði Guðjón Valur, léttur í bragði. Tengdar fréttir Guðjón Valur fer frá Gummersbach í sumar Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen hafa komist að samkomulagi að Guðjón Valur Sigurðsson verði leystur undan samningi sínum í sumar, ári fyrr en áætlað var. 1. apríl 2008 13:04 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að hann hafi látið félögin algjörlega um hvort að hann myndi klára samning sinn við Gummersbach eða fara fyrr en áætlað var til Rhein-Neckar Löwen. Í dag var tilkynnt að Rhein-Neckar Löwen og Gummersbach hefðu komist að samkomulagi að Guðjón Valur færi til fyrrnefnda liðsins í sumar eftir langar samningaviðræður. „Mér líst ágætlega á þetta," sagði Guðjón Valur í samtali við Vísi. „Það verður ekki auðvelt að fara frá Gummersbach en ég var búinn að taka þá ákvörðun að fara og stend við hana. Það verður gaman að fá að prófa eitthvað nýtt." „Ég beitti mér ekkert í því máli hvort ég færi í sumar eða næsta sumar. Ég leyfði félögunum alveg að hafa sinn gang með það. Það eina sem ég bað um að ég fengi að vita þetta fyrir ákveðinn tímapunkt svo ég gæti undirbúið mig." „Það verður væntanlega nóg að gera með landsliðinu í sumar en við ætlum okkur á Ólympíuleikana. Ég hef því um það um það bil eina viku eftir leikina við Makedóníu í júni til að koma mér hingað út, pakka öllu niður og flytja." Rhein-Neckar Löwen er staðsett um 300 kílómetrum sunnar í Þýskalandi en Gummersbach. Guðjón Valur er þó ekkert farinn að velta næsta tímabili fyrir sér. „Það eru enn nokkrir leikir eftir af þessu tímabili og svo kemur undankeppni ÓL, undankeppni HM og svo vonandi sjálfir Ólympíuleikarnir. Ég er því ekkert að hugsa um næsta tímabil eins og er," sagði hann. Gummersbach hefur verið mikið Íslendingalið undanfarin ár en auk Guðjóns Vals hafa þeir Róbert Gunnarsson og Sverre Andreas Jakobsson leikið með liðinu undir stjórn Alfreðs Gíslasonar þjálfara. Sverre er á leið til Íslands eftir tímabilið og fækkar því Íslendingunum í félaginu um helming í sumar. „Það er samt alveg nóg eftir," sagði Guðjón Valur, léttur í bragði.
Tengdar fréttir Guðjón Valur fer frá Gummersbach í sumar Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen hafa komist að samkomulagi að Guðjón Valur Sigurðsson verði leystur undan samningi sínum í sumar, ári fyrr en áætlað var. 1. apríl 2008 13:04 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Fleiri fréttir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Guðjón Valur fer frá Gummersbach í sumar Gummersbach og Rhein-Neckar Löwen hafa komist að samkomulagi að Guðjón Valur Sigurðsson verði leystur undan samningi sínum í sumar, ári fyrr en áætlað var. 1. apríl 2008 13:04