Tyrkneski baðdagurinn 6. mars 2008 11:01 Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun