Sólbrenndur heim 25. febrúar 2008 11:20 Ég hef ýmislegt reynt í sjónvarpsmennskunni en aldrei fyrr hefur þurft að hvíta mig fyrir útsendingu. Það gerðist í gær. Ég kom svo sólbrenndur af skíðum frá ítölsku ölpunum um helgina að fyrst þurfti að setja sérstakt lag af hvítu sminki á fésið á mér áður en hefðbundna förðunin tók við. Þar með var ég tilbúinn í Mannamál gærkvöldsins. Félagi Geir H. Haarde, aðalgestur minn í gær, horfði forviða á þessar aðfarir Rakelar Ottesen sminku í förðunarstólnum uppi á Lynghálsi - og báðir vorum við þakklátir fyrir að vera karlmenn; þurfa ekki að standa í þessu óláns sminkveseni á hverjum morgni ... ... en erum þó líkast til báðir með sminkuðustu mönnum landsins, starfa okkar vegna. Það er önnur Ella. Geir virkaði vel á mig í gær. Yfirvegaður þrátt fyrir furðulega framvindu í borginni. Ég saumaði náttúrlega að honum en hann svaraði alltaf ærlega. Mér finnst hann afskaplega heill stjórnmálamaður - og það er engin tilviljun að hann mælist með himinskautum í könnun Fréttablaðsins um traust landsmanna á pólitíkusum. Hann er einfaldlega traustur. Enginn fígúrustjórnmálamaður. En umfram allt traustur. Gaman svo að sjá að Ingibjörg Sólrún er hætt að vera umdeildi stjórnmálamaðurinn; sjallarnir greinilega búnir að taka hana í sátt ... Svona er pólitíkin skrykkjótt ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Ég hef ýmislegt reynt í sjónvarpsmennskunni en aldrei fyrr hefur þurft að hvíta mig fyrir útsendingu. Það gerðist í gær. Ég kom svo sólbrenndur af skíðum frá ítölsku ölpunum um helgina að fyrst þurfti að setja sérstakt lag af hvítu sminki á fésið á mér áður en hefðbundna förðunin tók við. Þar með var ég tilbúinn í Mannamál gærkvöldsins. Félagi Geir H. Haarde, aðalgestur minn í gær, horfði forviða á þessar aðfarir Rakelar Ottesen sminku í förðunarstólnum uppi á Lynghálsi - og báðir vorum við þakklátir fyrir að vera karlmenn; þurfa ekki að standa í þessu óláns sminkveseni á hverjum morgni ... ... en erum þó líkast til báðir með sminkuðustu mönnum landsins, starfa okkar vegna. Það er önnur Ella. Geir virkaði vel á mig í gær. Yfirvegaður þrátt fyrir furðulega framvindu í borginni. Ég saumaði náttúrlega að honum en hann svaraði alltaf ærlega. Mér finnst hann afskaplega heill stjórnmálamaður - og það er engin tilviljun að hann mælist með himinskautum í könnun Fréttablaðsins um traust landsmanna á pólitíkusum. Hann er einfaldlega traustur. Enginn fígúrustjórnmálamaður. En umfram allt traustur. Gaman svo að sjá að Ingibjörg Sólrún er hætt að vera umdeildi stjórnmálamaðurinn; sjallarnir greinilega búnir að taka hana í sátt ... Svona er pólitíkin skrykkjótt ... -SER.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun