Handbolti

Stórleikur Karabatic of mikið fyrir Flensburg

Nikola Karabatic var maður leiksins í toppslagnum
Nikola Karabatic var maður leiksins í toppslagnum Nordic Photos / Getty Images

Kiel vann í kvöld gríðarlega þýðingarmikinn sigur á Flensburg í toppslagnum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta 30-28. Kiel hafði eins marks forystu í hálfleik og kláraði leikinn þökk sé 11 mörkum frá hinum frábæra Nikola Karabatic.

Alexander Petersson var markahæstur í liði Flensburg með 5 mörk líkt og þeir Christiansen og Lackovic.

Wilhelmshavener lagði Lubbecke 23-19 og Kronau lagði Berlín 40-35.

Kiel er í efsta sæti deildarinnar með 40 stig, Flensburg í öðru með 37 og á leik til góða og Hamburg er í þriðja með 34 stig og á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×