Handbolti

Ciudad hafði betur gegn Gummersbach

NordicPhotos/GettyImages

Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir spænska liðið Ciudad Real í kvöld þegar það vann góðan útisigur á Gummersbach í Köln 28-27 í milliriðli meistaradeildarinnar í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir þýska liðið og Róbert Gunnarsson 4, en Gummersbach hafði yfir í hálfleik 15-14.

Þá vann þýska liðið Hamburg góðan sigur á Portland San Antonio í sömu keppni 32-29 þar sem Kóreumaðurinn Yoon fór hamförum hjá þýska liðinu og skoraði 15 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×