Handbolti

Íslendingaslagur í Meistaradeildinni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach.
Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach tekur á móti Ciudad Real í sannkölluðum Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Ciudad Real er ásamt Kiel eina taplausa liðið í keppninni en Alfreð Gíslason, þjálfari Gummersbach, vonast til að sínir menn bindi endi á sigurgöngu liðsins í kvöld.

„Við getum tekið því rólega," sagði Alfreð í viðtali á heimasíðu keppninnar. „Ég mun ekki einu sinni minnast á að vinna þennan leik. Til þess þyrftum við að ná fullkomnum leik og Ciudad þyrfti að gera fleiri mistök en venjulega."

„Þetta verður frábær áskorun fyrir mína menn," bætti hann við.

Með Gummersbach leika þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverre Andreas Jakobsson. Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði leikur með Ciudad Real.

Ciudad Real lék með Flensburg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vann báða leiki liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×