Framganga fjölmiðla 12. febrúar 2008 10:56 Næsta yfirvegaður og réttlátur leiðari í Mogga í dag, einkum framan af. Svo syrtir í álinn. Það er ljóst að félaga Styrmi er ekki rótt. En hann veit sem er að flokkurinn er merkilegri en nokkur leiðtogi hans - og skrifar því í þá veru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þurfi að meta þá miklu hættu sem hann er búinn að setja flokkinn í með pólitísku látbragði sínu á síðustu vikum. "Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í mikilli hættu ," skrifar Styrmir og bætir við: "Verði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fyrir alvarlegu áfalli þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu verður fyrir miklu áfalli." Hér skrifar ritstjóri flokksblaðs sem veit sem er að komið er að ögurstundu; heill flokksins er merkilegri en örlög eins oddvita. Á milli línanna í leiðaranum glyttir í kutann. En svo koma lokaorðin með undarlegri sneið til fjölmiðla og pólitískra andstæðinga flokksins: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera heldur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi." Bíðum nú við. ... framgöngu fjölmiðla ... ... andstæðinga hrekja ... Hef ég misst af einhverju? Hefur Vilhjálmur ekki verið einfær um að koma sér í vandræði sín? Eru þau komin til vegna framgöngu fjölmiðla? Og stafar vandi Vilhjálms af gagnrýni andstæðinga? Jedúddamía. Hverskonar blindraletur er þetta á blaðinu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Næsta yfirvegaður og réttlátur leiðari í Mogga í dag, einkum framan af. Svo syrtir í álinn. Það er ljóst að félaga Styrmi er ekki rótt. En hann veit sem er að flokkurinn er merkilegri en nokkur leiðtogi hans - og skrifar því í þá veru að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þurfi að meta þá miklu hættu sem hann er búinn að setja flokkinn í með pólitísku látbragði sínu á síðustu vikum. "Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er í mikilli hættu ," skrifar Styrmir og bætir við: "Verði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík fyrir alvarlegu áfalli þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu verður fyrir miklu áfalli." Hér skrifar ritstjóri flokksblaðs sem veit sem er að komið er að ögurstundu; heill flokksins er merkilegri en örlög eins oddvita. Á milli línanna í leiðaranum glyttir í kutann. En svo koma lokaorðin með undarlegri sneið til fjölmiðla og pólitískra andstæðinga flokksins: "Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera ekki þá kröfu til Vilhjálms að hann hrekist úr starfi vegna framgöngu fjölmiðla. Þeir gera heldur ekki þá kröfu að hann láti pólitíska andstæðinga hrekja sig úr starfi." Bíðum nú við. ... framgöngu fjölmiðla ... ... andstæðinga hrekja ... Hef ég misst af einhverju? Hefur Vilhjálmur ekki verið einfær um að koma sér í vandræði sín? Eru þau komin til vegna framgöngu fjölmiðla? Og stafar vandi Vilhjálms af gagnrýni andstæðinga? Jedúddamía. Hverskonar blindraletur er þetta á blaðinu ... -SER.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun