Handbolti

Frábær sigur GOG á Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur leikmanna GOG.
Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur leikmanna GOG. Mynd/Pjetur

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk fyrir GOG og Ásgeir Örn Hallgrímsson fjögur er liðið vann frábæran sigur á stórliði Barcelona í Meistaradeild Evrópu í dag.

Barcelona var með fimm marka forystu í hálfleik, 19-14, og hélt forystu sinni í upphafi síðari hálfleiks. En þá virtist sem að allur vindur væri úr liðinu og GOG gekk á lagið. Peter Henriksen fór á kostum í marki liðsins og náði GOG forystunni þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Íþróttahöllin í Óðinsvéum var troðfull enda lið Barcelona skipað mörgum stórtstjörnum í handboltaheiminum. Iker Romero var markahæstur Börsunga með átta mörk en Laszlo Nagy kom næstur með sex.

Snorri Steinn var markahæstur sinna manna í leiknum.

Úrslitin þýða að GOG á enn góða möguleika á sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en eitt lið úr hverjum riðli fer áfram. GOG er í 4. riðli ásamt Celje Lasko sem vann ungverska liðið Pick Szeged í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×