Snarræði þingheims 8. febrúar 2008 17:17 Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun
Þá hafa þingmenn tekið sér tak. Loksins. Þeir hafa blásið í herlúðra og ætla að loka reykherberginu í þinghúsinu 1. júní. Þessari litlu umdeildu skonsu sinni Já, strax í ár. Þetta er snarræði. Auðvitað verður að gefa löggjafanum, sem bannar almenningi að reykja í almenningi, ákveðinn umþóttunar- og aðlögunartíma í þessum efnum. Það er enginn að ætlast til þess að þingmenn sitji strax við sama borð og almenningur. Þessir laganna smiðir eru auðvitað aldir upp í reykfylltum bakherbergjum og ná ekki pólitískum þroska öðruvísi en móskan skyggi á málefnin. 1. júní, já. Eftir 113 daga. Eins gott að menn ani ekki að neinu. Og rasi um ráð fram. Allra síst í pólitískum reykbindindum. En svo má náttúrlega laga þetta með bandormi á haustþinginu ef menn springa á limminu ... -SER.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun