Ljótasti flugvöllur í hei ... 1. febrúar 2008 17:18 Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Var að koma frá Akureyri eftir ágætan stjórnarfund hjá Leikfélagi Akureyri en þar erum við að undirbúa ráðningu á nýjum leikhússtjóra; Magnús vinur okkar er jú á förum eftir farsælt starf svo ekki sé meira sagt. En athugasemd mín er sumsé þessi: Hvernig í ósköpunum er hægt að bjóða landsmönnum - og erlendum túristum - upp á jafn örmurlega aðstöðu og blasir við öllum á Reykjavíkurflugvelli. Þvílík skúraskrifli. Þvílíkur daunn. Og þvílíkur sóðaskapur. Skrapp á klóið eftir mjúka lendingu á suður-norður brautinni og þar var skítugra um að horfast en á verstu kráarklósettum Suður-Evrópu. Mér er hreint slétt sama þótt menn ætli að fara að reisa nýja miðstöð undir innanlandsflugið í Vatnsmýrinni. Og gefi því kannski aflátt af núverandi aðstöðu. Umhverfisslysið innandyra á Reykjavíkurflugvelli er þjóðinni til skammar. Þarf að skrifa aðra Alþýðubók um sóðaskap landsmanna ... -SER.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun