Handbolti

Rasiak lánaður til Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grzegorz Rasiak í leik með Southampton í haust.
Grzegorz Rasiak í leik með Southampton í haust. Nordic Photos / Getty Images

Bolton og Southampton gengu í dag frá lánssamningi Grzegorz Rasiak sem mun leika með fyrrnefnda liðinu til loka tímabilsins.

Rasiak er pólskur landsliðsmaður og hefur hann skorað átta mörk í 28 leikjum með Southampton á leiktíðinni.

„Grzegorz er stór og öflugur framherji sem er laginn við það að skora mörk," sagði Gary Megson, stjóri Bolton.

Sjálfur sagði Rasiak að þetta væri gott tækifæri fyrir hann að sanna sig í úrvalsdeildinni og bæta sig sem leikmaður.

„Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum við Southampton en ef ég stend mig vel er aldrei að vita hvað gerist í sumar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og hef ég hugsað lengi um þetta."

Rasiak kom fyrst til Englands árið 2004 og hefur síðan þá leikið með Derby, Tottenham og Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×