Handbolti

Brand tekur til í þýska landsliðinu

Michael Kraus olli vonbrigðum á EM eftir að hafa verið góður á HM í fyrra
Michael Kraus olli vonbrigðum á EM eftir að hafa verið góður á HM í fyrra Nordic Photos / Getty Images

Landsliðsþjálfarinn Heiner Brand beið ekki boðanna eftir að þýska handboltalandsliðið tapaði stórt fyrir Frökkum í bronsleiknum á EM. Hann hefur sett þrjá leikmenn út úr landsliðinu fyrir komandi verkefni vegna slakrar frammistöðu þeirra á mótinu.

Þetta eru þeir Lars Kaufmann, Rolf Hermann og Michael Kraus, félagar Loga Geirssonar og Vignis Svavarssonar há Lemgo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×