Handbolti

Frakkar tóku bronsið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Narcisse átti mjög góðan leik gegn Þjóðverjum í dag.
Daniel Narcisse átti mjög góðan leik gegn Þjóðverjum í dag. Nordic Photos / AFP

Frakkar sýndu mátt sinn og megin er þeir kjöldrógu heimsmeistara Þýsklands í leik um bronsið á EM í Noregi.

Frakkland vann tíu marka sigur, 36-26, og var ekki nema tíu mínútur að komast í átta marka forystu, 10-2. Staðan í hálfleik var svo 18-9 og var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Markahæstur hjá Frökkum var Olivier Girault með átta mörk og næstir voru Daniel Narcisse með sjö mörk og Nikola Karabatic og Luc Abalo með sex.

Torsten Jansen skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja og Pascal Hens sex. Markverðir Þjóðverja náðu sér ekki á strik en Thierry Omeyer varði tíu skot í marki Frakka.

Klukkan 15.00 mætast Danir og Króatar í sjálfum úrslitaleik mótsins. Sigurvegarinn vinnur sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×