Handbolti

Treyjunúmer Hreiðars stendur undir nafni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson stóð sig vel á EM í Noregi.
Hreiðar Guðmundsson stóð sig vel á EM í Noregi. Nordic Photos / AFP

Hreiðar Guðmundsson er í sextánda sæti yfir hlutfallsmarkvörslu allra markvarða á EM í handbolta sem klárast í Noregi um helgina.

Samkvæmt opinberri heimasíðu mótsins hefur Hreiðar varið samtals 45 skot af þeim 137 sem hann hefur fengið á sig. Það gerir 33 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Hreiðar klæðist treyju númer sextán í íslenska liðinu og má því segja að númerið standi undir nafni hvað þetta varðar.

Birkir Ívar Guðmundsson kemst ekki inn á lista þeirra efstu 20 markvarða á mótinu.

Daninn Kasper Hvidt hefur varið flest skot allra markvarða á mótinu og er þar að auki með bestu hlutfallsmarkvörsluna.

Hann hefur varið 95 skot af 233 sem gerir 41 prósent hlutfallsmarkvarsla. Næstir koma Norðmennirnir Steinar Ege og Ole Erevik.

Ege hefur varið 89 skot af 221 (40%) og Erevik sex af 28 (30%).

Það eru þó fleiri sem komast á lista fyrir varin skot, nefnilega varnarmenn sem verja skot frá andstæðingum sínum.

Þar er Sigfús Sigurðsson í 15. sæti með fimm skot varin í fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×