Handbolti

Ísland varð í 11. sæti á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í ellefta sætið á EM í Noregi.
Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í ellefta sætið á EM í Noregi. Nordic Photos / Bongarts

Nú er ljóst að Ísland varð í ellefta sæti á EM í handbolta í Noregi. Aðeins Svartfjallaland var með verri árangur af þeim liðum sem komust í milliriðlakeppnina.

Tólf þjóðir komust áfram í milliriðlakeppnina þar sem keppt var í tveimur riðlum. Ísland og Svartfjallaland urðu í neðstu sætum riðlanna en Ísland fékk tvö stig í sínum riðli en Svartfjallaland ekkert.

Spánn og Slóvenía urðu í næstneðstu sætum riðlanna tveggja og fer níunda sætið í hlut Spánverja þar sem liðið er með betri heildarmarkatölu en Slóvenar en liðin unnu bæði þrjá leiki í keppninni.

Ungverjaland og Pólland mætast svo á sunnudaginn í leik um sjöunda sætið á mótinu.

Á laugardaginn mætast svo Noregur og Svíþjóð í leiknum um fimmta sætið.

Þá mætast einnig Danmörk og Þýskaland í undanúrslitum sem og Króatía og Frakkland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×