Burtreið Björns Inga 24. janúar 2008 11:29 Ég segi nú alveg eins og er; það verður sjónarsviptir af Birni Inga í borgarmálunum. Hann hefur verið skratti skeleggur, rökfastur og fylginn sér. En umdeildur. Ég sá lengi vel í honum framtíðarpólitíkus sem hæglega hefði getað náð verulegum vegtyllum í flokknum. En það er einhver ólund í Framsókn. Ég á erfitt með að skilja þennan flokk - þótt ég hafi stúderað hann vel og lengi - og er líklega ekki einn um þá skoðun að álíta flokkinn með einhver krónísk innanmein. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknar hefur farið sem pest um allt innra starf hans frá því Steingrímur Hermannsson var og hét - og hélt flokknum saman með sínu milda yfirbragði. Það var ekki fyrr en undir það síðasta í formennsku Steingríms sem örla fór á misklíð, einkanlega vegna Evrópuástar varaformannsins Halldórs sem nálega hafði Steingrím undir í innanflokkskosningu um afstöðuna til Evrópu. Svo var náttúrlega Stefán á Vaðbrekku í svolítilli fýlu um stund á meðan Steingrímur var og hét, en þótti samt svo vænt um gamla formanninn sinn að hann studdi hann leynt og ljóst í klofningsframboðinu sínu um árið. Svo tók Halldór við. Hann missti tökin á sínu fólki - og Guðni hefur ekki enn náð reglu á þetta lið sitt. Flokksklíkurnar hafa plagað flokkinn í upp undir áratug. Svona flokkur hefur ekki þurft á utanaðkomandi óvinum að halda. Hann hefur sjálfur búið við innra ógnarjafnvægi. Afhverju helst Framsókn ekki á ungum upprennandi mönnum; Finni, Árna, Dagnýju og nú Birni Inga? Afhverju gefast allir upp í miðju hlaupinu? Og svo er spurningin þessi: Er orðið of hrollvbevekjandi að komast til metorða í flokknum? Þetta er hrollvekjandi spurning í sjálfu sér ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Ég segi nú alveg eins og er; það verður sjónarsviptir af Birni Inga í borgarmálunum. Hann hefur verið skratti skeleggur, rökfastur og fylginn sér. En umdeildur. Ég sá lengi vel í honum framtíðarpólitíkus sem hæglega hefði getað náð verulegum vegtyllum í flokknum. En það er einhver ólund í Framsókn. Ég á erfitt með að skilja þennan flokk - þótt ég hafi stúderað hann vel og lengi - og er líklega ekki einn um þá skoðun að álíta flokkinn með einhver krónísk innanmein. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknar hefur farið sem pest um allt innra starf hans frá því Steingrímur Hermannsson var og hét - og hélt flokknum saman með sínu milda yfirbragði. Það var ekki fyrr en undir það síðasta í formennsku Steingríms sem örla fór á misklíð, einkanlega vegna Evrópuástar varaformannsins Halldórs sem nálega hafði Steingrím undir í innanflokkskosningu um afstöðuna til Evrópu. Svo var náttúrlega Stefán á Vaðbrekku í svolítilli fýlu um stund á meðan Steingrímur var og hét, en þótti samt svo vænt um gamla formanninn sinn að hann studdi hann leynt og ljóst í klofningsframboðinu sínu um árið. Svo tók Halldór við. Hann missti tökin á sínu fólki - og Guðni hefur ekki enn náð reglu á þetta lið sitt. Flokksklíkurnar hafa plagað flokkinn í upp undir áratug. Svona flokkur hefur ekki þurft á utanaðkomandi óvinum að halda. Hann hefur sjálfur búið við innra ógnarjafnvægi. Afhverju helst Framsókn ekki á ungum upprennandi mönnum; Finni, Árna, Dagnýju og nú Birni Inga? Afhverju gefast allir upp í miðju hlaupinu? Og svo er spurningin þessi: Er orðið of hrollvbevekjandi að komast til metorða í flokknum? Þetta er hrollvekjandi spurning í sjálfu sér ... -SER.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun