Erfiðara nú en í Svíþjóð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Spennan er orðin mikil í leikmannahópnum, það er alveg klárt," sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Patrekur er nú staddur í Noregi en verður að sætta sig við að sitja á áhorfendapöllunum þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld enda lagði hann landsliðsskóna á hilluna fyrir nokkrum árum. „Ég væri reyndar mikið til í að spila þennan leik í dag," sagði Patrekur og hló. Hann lék á mörgum stórmótum á sínum landsliðsferli og þekkir því vel það ferli sem leikmenn ganga í gegnum á leikdegi. „Í gær var síðasta æfing fyrir leik og þá er stressið ekkert mikið hjá leikmönnum. Það verður meira þegar stóri dagurinn rennur upp." „Þeir sem eru búnir að fara í margar keppnir kippa sér ekki endilega upp við þetta enda búnir að gera þetta allt áður. Leikmenn fóru í göngutúr í morgun, svo var hádegismatur og fundur eftir hann með Alfreð. Eftir það fer pumpan að slá aðeins hraðar." „Eftir fundinn er frjáls tími og undir hverjum og einum búið hvernig hann undirbýr sig fyrir leikinn. Sumir slaka á í herbergjunum sínum, sumir fara í tölvuleiki og aðrir í göngutúr. Allir eru þó að spila leikinn í huganum, fara yfir aðstæður og reyna að stilla spennustigið." „Það er alveg ljóst að það þarf ekki að gíra neinn upp í þennan leik sérstaklega enda svo gríðarlega mikið undir. Það verður erfitt að komast í undanúrslit ef við töpum þessum leik í dag." Sjálfur sagðist Patrekur vera í göngutúr nú síðdegis enda erfitt að breyta um venjur. Hann var til að mynda meðal lykilmanna íslenska landsliðsins þegar það náði fjórða sætinu á EM í Svíþjóð. Patrekur segir þó að nú séu aðstæður íslenska liðsins mikið breyttar. „Væntingarnar fyrir mótið voru litlar sem engar og varla að fjölmiðlamenn nenntu að mæta á æfingar áður en við fórum út. Þegar við komum á hótelið biðu okkur ekki 2-300 stuðningsmenn og fengum við að undirbúa okkur í friði." „Núna er áreitið meira. Hótel leikmannanna er skammt frá hóteli stuðningsmannanna og finna leikmenn sjálfsagt fyrir því." „Þar að auki er búið að setja markmiðið hátt og mikið fjallað um liðið í fjölmiðlum. Ég held því að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir svona stóra leiki nú en í Svíþjóð fyrir sex árum." „En margir leikmanna liðsins hafa sjálfir náð langt með sínum félagsliðum og fyrst við náðum fjórða sætinu í Svíþjóð tel ég það fullkomnlega eðlilegt að stefna á verðlaunasæti nú." Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
„Spennan er orðin mikil í leikmannahópnum, það er alveg klárt," sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Patrekur er nú staddur í Noregi en verður að sætta sig við að sitja á áhorfendapöllunum þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld enda lagði hann landsliðsskóna á hilluna fyrir nokkrum árum. „Ég væri reyndar mikið til í að spila þennan leik í dag," sagði Patrekur og hló. Hann lék á mörgum stórmótum á sínum landsliðsferli og þekkir því vel það ferli sem leikmenn ganga í gegnum á leikdegi. „Í gær var síðasta æfing fyrir leik og þá er stressið ekkert mikið hjá leikmönnum. Það verður meira þegar stóri dagurinn rennur upp." „Þeir sem eru búnir að fara í margar keppnir kippa sér ekki endilega upp við þetta enda búnir að gera þetta allt áður. Leikmenn fóru í göngutúr í morgun, svo var hádegismatur og fundur eftir hann með Alfreð. Eftir það fer pumpan að slá aðeins hraðar." „Eftir fundinn er frjáls tími og undir hverjum og einum búið hvernig hann undirbýr sig fyrir leikinn. Sumir slaka á í herbergjunum sínum, sumir fara í tölvuleiki og aðrir í göngutúr. Allir eru þó að spila leikinn í huganum, fara yfir aðstæður og reyna að stilla spennustigið." „Það er alveg ljóst að það þarf ekki að gíra neinn upp í þennan leik sérstaklega enda svo gríðarlega mikið undir. Það verður erfitt að komast í undanúrslit ef við töpum þessum leik í dag." Sjálfur sagðist Patrekur vera í göngutúr nú síðdegis enda erfitt að breyta um venjur. Hann var til að mynda meðal lykilmanna íslenska landsliðsins þegar það náði fjórða sætinu á EM í Svíþjóð. Patrekur segir þó að nú séu aðstæður íslenska liðsins mikið breyttar. „Væntingarnar fyrir mótið voru litlar sem engar og varla að fjölmiðlamenn nenntu að mæta á æfingar áður en við fórum út. Þegar við komum á hótelið biðu okkur ekki 2-300 stuðningsmenn og fengum við að undirbúa okkur í friði." „Núna er áreitið meira. Hótel leikmannanna er skammt frá hóteli stuðningsmannanna og finna leikmenn sjálfsagt fyrir því." „Þar að auki er búið að setja markmiðið hátt og mikið fjallað um liðið í fjölmiðlum. Ég held því að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir svona stóra leiki nú en í Svíþjóð fyrir sex árum." „En margir leikmanna liðsins hafa sjálfir náð langt með sínum félagsliðum og fyrst við náðum fjórða sætinu í Svíþjóð tel ég það fullkomnlega eðlilegt að stefna á verðlaunasæti nú."
Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira