Erfiðara nú en í Svíþjóð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. „Spennan er orðin mikil í leikmannahópnum, það er alveg klárt," sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Patrekur er nú staddur í Noregi en verður að sætta sig við að sitja á áhorfendapöllunum þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld enda lagði hann landsliðsskóna á hilluna fyrir nokkrum árum. „Ég væri reyndar mikið til í að spila þennan leik í dag," sagði Patrekur og hló. Hann lék á mörgum stórmótum á sínum landsliðsferli og þekkir því vel það ferli sem leikmenn ganga í gegnum á leikdegi. „Í gær var síðasta æfing fyrir leik og þá er stressið ekkert mikið hjá leikmönnum. Það verður meira þegar stóri dagurinn rennur upp." „Þeir sem eru búnir að fara í margar keppnir kippa sér ekki endilega upp við þetta enda búnir að gera þetta allt áður. Leikmenn fóru í göngutúr í morgun, svo var hádegismatur og fundur eftir hann með Alfreð. Eftir það fer pumpan að slá aðeins hraðar." „Eftir fundinn er frjáls tími og undir hverjum og einum búið hvernig hann undirbýr sig fyrir leikinn. Sumir slaka á í herbergjunum sínum, sumir fara í tölvuleiki og aðrir í göngutúr. Allir eru þó að spila leikinn í huganum, fara yfir aðstæður og reyna að stilla spennustigið." „Það er alveg ljóst að það þarf ekki að gíra neinn upp í þennan leik sérstaklega enda svo gríðarlega mikið undir. Það verður erfitt að komast í undanúrslit ef við töpum þessum leik í dag." Sjálfur sagðist Patrekur vera í göngutúr nú síðdegis enda erfitt að breyta um venjur. Hann var til að mynda meðal lykilmanna íslenska landsliðsins þegar það náði fjórða sætinu á EM í Svíþjóð. Patrekur segir þó að nú séu aðstæður íslenska liðsins mikið breyttar. „Væntingarnar fyrir mótið voru litlar sem engar og varla að fjölmiðlamenn nenntu að mæta á æfingar áður en við fórum út. Þegar við komum á hótelið biðu okkur ekki 2-300 stuðningsmenn og fengum við að undirbúa okkur í friði." „Núna er áreitið meira. Hótel leikmannanna er skammt frá hóteli stuðningsmannanna og finna leikmenn sjálfsagt fyrir því." „Þar að auki er búið að setja markmiðið hátt og mikið fjallað um liðið í fjölmiðlum. Ég held því að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir svona stóra leiki nú en í Svíþjóð fyrir sex árum." „En margir leikmanna liðsins hafa sjálfir náð langt með sínum félagsliðum og fyrst við náðum fjórða sætinu í Svíþjóð tel ég það fullkomnlega eðlilegt að stefna á verðlaunasæti nú." Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira
„Spennan er orðin mikil í leikmannahópnum, það er alveg klárt," sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta. Patrekur er nú staddur í Noregi en verður að sætta sig við að sitja á áhorfendapöllunum þegar Ísland mætir Svíþjóð í kvöld enda lagði hann landsliðsskóna á hilluna fyrir nokkrum árum. „Ég væri reyndar mikið til í að spila þennan leik í dag," sagði Patrekur og hló. Hann lék á mörgum stórmótum á sínum landsliðsferli og þekkir því vel það ferli sem leikmenn ganga í gegnum á leikdegi. „Í gær var síðasta æfing fyrir leik og þá er stressið ekkert mikið hjá leikmönnum. Það verður meira þegar stóri dagurinn rennur upp." „Þeir sem eru búnir að fara í margar keppnir kippa sér ekki endilega upp við þetta enda búnir að gera þetta allt áður. Leikmenn fóru í göngutúr í morgun, svo var hádegismatur og fundur eftir hann með Alfreð. Eftir það fer pumpan að slá aðeins hraðar." „Eftir fundinn er frjáls tími og undir hverjum og einum búið hvernig hann undirbýr sig fyrir leikinn. Sumir slaka á í herbergjunum sínum, sumir fara í tölvuleiki og aðrir í göngutúr. Allir eru þó að spila leikinn í huganum, fara yfir aðstæður og reyna að stilla spennustigið." „Það er alveg ljóst að það þarf ekki að gíra neinn upp í þennan leik sérstaklega enda svo gríðarlega mikið undir. Það verður erfitt að komast í undanúrslit ef við töpum þessum leik í dag." Sjálfur sagðist Patrekur vera í göngutúr nú síðdegis enda erfitt að breyta um venjur. Hann var til að mynda meðal lykilmanna íslenska landsliðsins þegar það náði fjórða sætinu á EM í Svíþjóð. Patrekur segir þó að nú séu aðstæður íslenska liðsins mikið breyttar. „Væntingarnar fyrir mótið voru litlar sem engar og varla að fjölmiðlamenn nenntu að mæta á æfingar áður en við fórum út. Þegar við komum á hótelið biðu okkur ekki 2-300 stuðningsmenn og fengum við að undirbúa okkur í friði." „Núna er áreitið meira. Hótel leikmannanna er skammt frá hóteli stuðningsmannanna og finna leikmenn sjálfsagt fyrir því." „Þar að auki er búið að setja markmiðið hátt og mikið fjallað um liðið í fjölmiðlum. Ég held því að það sé erfiðara að undirbúa sig fyrir svona stóra leiki nú en í Svíþjóð fyrir sex árum." „En margir leikmanna liðsins hafa sjálfir náð langt með sínum félagsliðum og fyrst við náðum fjórða sætinu í Svíþjóð tel ég það fullkomnlega eðlilegt að stefna á verðlaunasæti nú."
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Sjá meira