Handbolti

Heimtar einn titil í viðbót

Tomas Svensson hefur átt stórkostlegan feril sem handboltamaður
Tomas Svensson hefur átt stórkostlegan feril sem handboltamaður NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Tomas Svensson hjá sænska landsliðinu er nú á sínu síðasta ári með landsliðinu. Hann verður fertugur í næsta mánuði og segist staðráðinn í að vinna einn stóran titil í viðbót áður en hann lýkur glæstum ferli sínum.

Svensson hóf landsliðsferil sinn með Svíum fyrir 20 árum síðan og síðan hefur hann rakað inn titlunum bæði með landsliði Svía og félagsliðum sínum.

Hann hefur unnið tvo heimsmeistaratitla, þrjú Ólympíusilfur og sex sinnum sigrað í Meistaradeildinni. Hann er nú á sínu 16. stórmóti á ferlinum með Svíum, sem mæta Íslendingum í fyrsta leik á EM á morgun.

"Ég vil ekki hætta fyrr en ég vinn eitt stóran titil í viðbót, hvort sem það verður með landsliðinu eða félagsliðinu," sagði Svensson í samtali við Aftonbladet í dag, en hann á að baki 316 landsleiki. "Handboltinn er vinna mín og líf og ég hef mikla ástríðu fyrir íþróttinni."

Svensson leikur með stórliði Portland San Antonio á Spáni og segist geta hugsað sér að spila jafnvel þrjú til fjögur ár í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×