Handbolti

Íslenska liðið grófast á Posten Cup

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Hólmgeirsson og félagar létu finna fyrir sér á Posten Cup
Einar Hólmgeirsson og félagar létu finna fyrir sér á Posten Cup Mynd/Vilhelm

Íslenska landsliðið fékk flest refsistig á Posten Cup sem lauk í Noregi í gær en íslensku strákarnir voru reknir 17 sinnum útaf í tvær mínútur í leikjunum þremur á mótinu.

Íslenska liðið fékk alls 64 refsistig en mest vegur rauða spjaldið sem Andri Stefan Guðrúnarson fékk en það gerir hann einnig að grófasta manni mótsins í refsistigum talið.

Ingimundur Ingimundarson og Ungverjinn Gabor Grebenar voru oftast reknir útaf í tvær mínútur eða fjórum sinnum hvor. Alls voru tólf leikmenn íslenska liðsins sendir í skammakrókinn en þeir Einar Hólmgeirsson og Guðlaugur Arnarsson voru þeir einu aðrir sem fóru oftar en einu sinu útaf en báðir fengu tvo brottrekstra.



Refsistig þjóða á Posten Cup:

1. Noregur 14 refsistig (7 tveggja mínútna brottrekstrar)

2. Portúgal 18 refsistig (9 tveggja mínútna brottrekstrar)

3. Ungverjaland 36 refsistig (13 tveggja mínútna brottrekstrar, 1 útilokun)

4. Ísland 64 refsistig (17 tveggja mínútna brottrekstrar, 1 rautt spjald)



Flest refsistig leikmanna á Posten Cup:


1. Andri Stefan Guðrúnarson, Íslandi 32

2. Gabor Grebenar, Ungverjalandi 18

3. Ingimundur Ingimundarson, Íslandi 8

4. Ricardo Costa, Portúgal 6

5. Børge Lund, Noregi 4

5. Inàcio Carmo, Portúgal 4

5. Gyula Gal, Ungverjalandi 4

5. Einar Hólmgeirsson, Íslandi 4

5. Alvaro Rodrigues, Portúgal 4

5. Ferenc Ilyes, Ungverjalandi 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×