Handbolti

Hannes Jón markahæstur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Jón Jónsson
Hannes Jón Jónsson MYND/Pjetur

Hannes Jón Jónsson varð markahæsti leikmaðurinn á Posten Cup sem lauk í Noregi í gær en hann skoraði fimmtán mörk í þremur leikjum íslenska liðsins.

Ísland átti einnig þann leikmann sem skoraði flest mörk utan af velli það er mörk fyrir utan víti en Einar Hólmgeirsson skoraði þrettán mörk þrátt fyrir að leika aðeins tvo leiki.

Hannes skoraði 8 af 15 mörkum af vítalínunni en hann skoraði einu marki meira en Norðmaðurinn

Håvard Tvedten sem leikur með Natur House La Rioja á Spáni. Tvedten spilaði reyndar bara tvo leiki en skoraði jafnmörg af vítalínunni og Hannes Jón.

Einar Hólmgeirsson var einn þriggja sem náðu að skora þrettán mörk utan af velli í mótinu en hinir voru Inàcio Carmo frá Portúgal og Peter Gulyas frá Ungverjalandi en þeir þurftu til þess þrjá leiki en Einar spilaði bara tvo fyrstu leikina.



Markahæstir á Posten Cup 2008:



1. Hannes Jón Jónsson, Íslandi 15/8


2. Håvard Tvedten, Noregi 14/8

3. Einar Hólmgeirsson, Íslandi 13

3. Inàcio Carmo, Portúgal 13

3. Peter Gulyas, Ungverjalandi 13

3. David Tavares, Portúgalæ 13/3

7. Bjarte Håkon Myrhol, Noregi 11

7. Dario Andrade, Portúgal 11

9. Ingimundur Ingimundarson, Íslandi 10

10. André Marius Jørgensen, Noregi 9

10. Gabor Grebenar, Ungverjalandi 9

10. Gergö Ivancsik, Ungverjalandi 9/5




Fleiri fréttir

Sjá meira


×