Handbolti

Einar og Birkir Ívar í lið mótsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson var valinn markvörður mótsins í Noregi.
Birkir Ívar Guðmundsson var valinn markvörður mótsins í Noregi. Nordic Photos / Bongarts

Einar Hólmgeirsson og Birkir Ívar Guðmundsson voru báðir valdir í lið Posten Cup-mótsins sem fór fram í Noregi um helgina.

Einar var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í leikjum þess við Ungverjaland og Pólland en hann spilaði ekkert gegn Noregi í dag.

Birkir Ívar átti ágætan dag í íslenska markinu gegn Noregi í dag.

Norðmenn unnu alla leiki sína á mótinu en hin liðin unnu hvert sinn leik.

Lið mótsins:

Markvörður: Birkir Ívar Guðmundsson, Íslandi

Hægri skytta: Einar Hólmgeirsson, Íslandi

Leikstjórnandi: Glenn Solberg, Noregi

Vinstri skytta: Kristian Kjelling, Noregi

Hægri hornamaður: Peter Gylias, Ungverjalandi

Línumaður: Frank Løke, Noregi

Vinsti hornamaður: Håvard Tvedten, Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×