Sorgleg frammistaða í síðari hálfleik í Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2008 18:12 Ingimundur Ingimundarson var einn fárra leikmanna sem lék þokkalega í síðari hálfleik. Mynd/Vilhelm Norðmenn unnu sautján marka sigur á B-liði Íslendinga í lokaleik Posten Cup-mótsins í dag, 36-19. Íslenska liðið var þó mjög gott í fyrri hálfleik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik minnkaði íslenska liðið muninn í eitt mark, 14-13. Norðmenn skoruðu svo tvö síðustu mörk hálfleiksins og gjörsamlega keyrðu yfir andlaust íslenskt lið í seinni hálfleik. Tölfræði leiksins: Noregur-Ísland 36-19 (16-13) Gangur leiksins: 1-0, 2-2, 3-4, 6-6, 9-6, 11-9, 13-10, 13-12, 14-13, (16-13), 18-14, 20-15, 27-16, 28-17, 30-18, 32-19, 36-19. Mörk Íslands (skot): Hannes Jón Jónsson 5/1 (8/1) Rúnar Kárason 5 (11) Ingimundur Ingimundarson 3 (3) Sturla Ásgeirsson 2 (2) Jóhann Gunnar Einarsson 1 (1) Kári Kristján Kristjánsson 1 (2) Arnór Gunnarsson 1 (2) Andri Stefan 1 (4) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (35/2, 26%, 44 mínútur) Björgvin Gústavsson 0 (10/2, 16 mínútur) Vítanýting: Skorað 1 úr 1 skoti. Fiskað víti: Kári Kristján. Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Sturla 2, Ingimundur 1 og Arnór 1). Utan vallar: 16 mínútur (Rúnar 2, Guðlaugur, Ingimundur, Heimir, Sigfús, Fannar og Andri allir ein brottvísun). Markahæstir hjá Noregi: Andre Jörgensen 7, Borge Lund 6, Frode Hagen 5/2 og Bjarte Myrhol 5. Mörk úr hraðaupphlaupum: 9. Utan vallar: 4 mínútur. 19.45 Noregur-Ísland 36-19, lokastaða Hreint ótrúlegur seinni hálfleikur. Íslenska liðið skoraði sex mörk í öllum hálfleiknum á meðan að Norðmenn röðuðu inn 20 mörkum. Eins fínn og fyrri hálfleikurinn var hjá íslenska liðinu var sá síðari alveg skelfilegur. Það er eins og að strákarnir hafi einfaldlega gefist upp og hætt að fara eftir fyrirmælum þjálfaranna. Það verður þó ekki skuggi borinn á heildarframmistöðu íslenska B-liðsins í Noregi, hún var mjög góð. Það var þó enginn Einar Hólmgeirsson með liðinu í dag og það hefur haft sitt að segja. Til marks um þetta varði Björgvin Gústavsson íslenska markið í sextán mínútur í síðari hálfleik en varði ekki eitt einasta skot þar sem varnarleikur íslenska liðsins var gríðarlega slakur. Hann gat ekkert annað gert en fórnað höndum og hann uppskar síðan skrýtna brottvísun þegar skammt var til leiksloka og Birkir Ívar kláraði vaktina. Rúnar Kárason átti frábæran leik í fyrri hálfleik en skoraði ekkert í þeim síðari. Hannes Jón Jónsson var í raun sá eini sem hélt haus allan leikinn en aðrir leikmenn voru einfaldlega ekki með. Tölfræði leiksins birtist hér eftir örskamma stund. 19.36 Noregur-Ísland 30-18 Einhverra hluta vegna tekur Pettersen leikhlé þegar hans menn eru með tólf marka forystu. Rúmar fimm mínútur til leiksloka. 19.31 Noregur-Ísland 27-16 Jæja, loksins íslenskt mark eftir 14 mínútna bið. Hannes var þar að verki með marki úr víti. Annars er leikur íslenska liðsins ekki upp á marga fiska og Norðmenn hljóta að spyrja sig hvað sé eiginlega í gangi. 19.25 Noregur-Ísland 24-15 Tvö íslensk mörk á fyrstu sautján mínútum síðari hálfleiks segir allt sem segja þarf um gang mála þessa stundina. Þrír íslenskir leikmenn hafa einnig fengið brottvísun síðustu sex mínúturnar. 19.15 Noregur-Ísland 22-15 Svo virðist sem að mesti vindurinn sé farinn úr íslenska liðinu og Norðmenn þurfa að hafa afskaplega lítið fyrir hlutunum. Þeir skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkunum í síðari hálfleik og náðu sjö marka forystu áður en Kristján Halldórsson tók leikhlé. Svo virðist sem að Einar Hólmgeirsson spili ekkert með liðinu í dag og tekur það vitanlega heilmikið bit úr sóknarleik liðsins. 18.54 Noregur-Ísland 16-13, hálfleikur Norðmenn náðu að ljúka hálfleiknum á betri nótum en íslenska liðið með því að skora þrjú mörk gegn einu á síðustu fimm mínútunum. Íslenska liðið gerði þó nokkur klaufaleg mistök í sóknarleik sínum undir lokin og á því talsvert inni fyrir seinni hálfleikinn. Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Rúnar Kárason 5 Hannes Jón Jónsson 2 Sturla Ásgeirsson 2 Kári Kristján Kristjánsson 1 Andri Stefan 1 Ingimundur Ingimundarson 1 Arnór Gunnarsson 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 6 (22/2, 27%) 18.47 Noregur-Ísland 13-12 Kristján Halldórsson þjálfari íslenska liðsins tók leikhlé þegar um fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin hefur tekið vel við sér og Arnór Gunnarsson fékk kjörið tækifæri til að jafna metin í hraðaupphlaupi en Mathias Holm hefur staðið vaktina vel í norska markinu til þessa og varði frá honum. 18.41 Noregur-Ísland 12-10 Gunnar Pettersen tók leikhlé í stöðunni 12-10 og húðskammaði leikmenn sína. Íslensku strákarnir hafa staðið sig vel og ekki leyft Norðmönnum að stinga af. Einar Hólmgeirsson hefur ekkert spilað enn sem komið er en Rúnar Kárason hefur látið mikið af sér kveða og skorað fjögur mörk til þessa. 18.34 Noregur-Ísland 11-8 Norðmenn náðu sér á flug er þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komu sér í 9-6 forystu. Íslenska liðið hefur reynt að spila af yfirvegun í sókn en á í erfiðleikum með norsku vörnina. Íslenska vörnin hefur verið fín og góð vörn hefur skilað af sér þremur góðum hraðaupphlaupsmörkum. 18.26 Noregur-Ísland 5-4 Íslenska liði byrjaði leikinn prýðilega vel og gaf heimamönnum ekkert eftir. Ísland komst yfir í stöðunni 4-3 en þá skoruðu Norðmenn tvö mörk í röð. Sigfús Sigurðsson byrjaði í vörn íslenska liðsins og var ekki nema tæpar tvær mínútur að fá sína fyrstu brottvísun. 18.13 Þjóðsöngvar landanna hafa verið leiknir og allt til reiðu. Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur sagt að hann sé ósáttur með að mæta B-liði Íslands í lokaleik Noregs fyrir EM en miðað við frammistöðu íslensku landsliðsmannanna til þessa er hörkuleikur í vændum. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Norðmenn unnu sautján marka sigur á B-liði Íslendinga í lokaleik Posten Cup-mótsins í dag, 36-19. Íslenska liðið var þó mjög gott í fyrri hálfleik. Þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik minnkaði íslenska liðið muninn í eitt mark, 14-13. Norðmenn skoruðu svo tvö síðustu mörk hálfleiksins og gjörsamlega keyrðu yfir andlaust íslenskt lið í seinni hálfleik. Tölfræði leiksins: Noregur-Ísland 36-19 (16-13) Gangur leiksins: 1-0, 2-2, 3-4, 6-6, 9-6, 11-9, 13-10, 13-12, 14-13, (16-13), 18-14, 20-15, 27-16, 28-17, 30-18, 32-19, 36-19. Mörk Íslands (skot): Hannes Jón Jónsson 5/1 (8/1) Rúnar Kárason 5 (11) Ingimundur Ingimundarson 3 (3) Sturla Ásgeirsson 2 (2) Jóhann Gunnar Einarsson 1 (1) Kári Kristján Kristjánsson 1 (2) Arnór Gunnarsson 1 (2) Andri Stefan 1 (4) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (35/2, 26%, 44 mínútur) Björgvin Gústavsson 0 (10/2, 16 mínútur) Vítanýting: Skorað 1 úr 1 skoti. Fiskað víti: Kári Kristján. Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Sturla 2, Ingimundur 1 og Arnór 1). Utan vallar: 16 mínútur (Rúnar 2, Guðlaugur, Ingimundur, Heimir, Sigfús, Fannar og Andri allir ein brottvísun). Markahæstir hjá Noregi: Andre Jörgensen 7, Borge Lund 6, Frode Hagen 5/2 og Bjarte Myrhol 5. Mörk úr hraðaupphlaupum: 9. Utan vallar: 4 mínútur. 19.45 Noregur-Ísland 36-19, lokastaða Hreint ótrúlegur seinni hálfleikur. Íslenska liðið skoraði sex mörk í öllum hálfleiknum á meðan að Norðmenn röðuðu inn 20 mörkum. Eins fínn og fyrri hálfleikurinn var hjá íslenska liðinu var sá síðari alveg skelfilegur. Það er eins og að strákarnir hafi einfaldlega gefist upp og hætt að fara eftir fyrirmælum þjálfaranna. Það verður þó ekki skuggi borinn á heildarframmistöðu íslenska B-liðsins í Noregi, hún var mjög góð. Það var þó enginn Einar Hólmgeirsson með liðinu í dag og það hefur haft sitt að segja. Til marks um þetta varði Björgvin Gústavsson íslenska markið í sextán mínútur í síðari hálfleik en varði ekki eitt einasta skot þar sem varnarleikur íslenska liðsins var gríðarlega slakur. Hann gat ekkert annað gert en fórnað höndum og hann uppskar síðan skrýtna brottvísun þegar skammt var til leiksloka og Birkir Ívar kláraði vaktina. Rúnar Kárason átti frábæran leik í fyrri hálfleik en skoraði ekkert í þeim síðari. Hannes Jón Jónsson var í raun sá eini sem hélt haus allan leikinn en aðrir leikmenn voru einfaldlega ekki með. Tölfræði leiksins birtist hér eftir örskamma stund. 19.36 Noregur-Ísland 30-18 Einhverra hluta vegna tekur Pettersen leikhlé þegar hans menn eru með tólf marka forystu. Rúmar fimm mínútur til leiksloka. 19.31 Noregur-Ísland 27-16 Jæja, loksins íslenskt mark eftir 14 mínútna bið. Hannes var þar að verki með marki úr víti. Annars er leikur íslenska liðsins ekki upp á marga fiska og Norðmenn hljóta að spyrja sig hvað sé eiginlega í gangi. 19.25 Noregur-Ísland 24-15 Tvö íslensk mörk á fyrstu sautján mínútum síðari hálfleiks segir allt sem segja þarf um gang mála þessa stundina. Þrír íslenskir leikmenn hafa einnig fengið brottvísun síðustu sex mínúturnar. 19.15 Noregur-Ísland 22-15 Svo virðist sem að mesti vindurinn sé farinn úr íslenska liðinu og Norðmenn þurfa að hafa afskaplega lítið fyrir hlutunum. Þeir skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkunum í síðari hálfleik og náðu sjö marka forystu áður en Kristján Halldórsson tók leikhlé. Svo virðist sem að Einar Hólmgeirsson spili ekkert með liðinu í dag og tekur það vitanlega heilmikið bit úr sóknarleik liðsins. 18.54 Noregur-Ísland 16-13, hálfleikur Norðmenn náðu að ljúka hálfleiknum á betri nótum en íslenska liðið með því að skora þrjú mörk gegn einu á síðustu fimm mínútunum. Íslenska liðið gerði þó nokkur klaufaleg mistök í sóknarleik sínum undir lokin og á því talsvert inni fyrir seinni hálfleikinn. Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Rúnar Kárason 5 Hannes Jón Jónsson 2 Sturla Ásgeirsson 2 Kári Kristján Kristjánsson 1 Andri Stefan 1 Ingimundur Ingimundarson 1 Arnór Gunnarsson 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 6 (22/2, 27%) 18.47 Noregur-Ísland 13-12 Kristján Halldórsson þjálfari íslenska liðsins tók leikhlé þegar um fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Íslenska vörnin hefur tekið vel við sér og Arnór Gunnarsson fékk kjörið tækifæri til að jafna metin í hraðaupphlaupi en Mathias Holm hefur staðið vaktina vel í norska markinu til þessa og varði frá honum. 18.41 Noregur-Ísland 12-10 Gunnar Pettersen tók leikhlé í stöðunni 12-10 og húðskammaði leikmenn sína. Íslensku strákarnir hafa staðið sig vel og ekki leyft Norðmönnum að stinga af. Einar Hólmgeirsson hefur ekkert spilað enn sem komið er en Rúnar Kárason hefur látið mikið af sér kveða og skorað fjögur mörk til þessa. 18.34 Noregur-Ísland 11-8 Norðmenn náðu sér á flug er þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komu sér í 9-6 forystu. Íslenska liðið hefur reynt að spila af yfirvegun í sókn en á í erfiðleikum með norsku vörnina. Íslenska vörnin hefur verið fín og góð vörn hefur skilað af sér þremur góðum hraðaupphlaupsmörkum. 18.26 Noregur-Ísland 5-4 Íslenska liði byrjaði leikinn prýðilega vel og gaf heimamönnum ekkert eftir. Ísland komst yfir í stöðunni 4-3 en þá skoruðu Norðmenn tvö mörk í röð. Sigfús Sigurðsson byrjaði í vörn íslenska liðsins og var ekki nema tæpar tvær mínútur að fá sína fyrstu brottvísun. 18.13 Þjóðsöngvar landanna hafa verið leiknir og allt til reiðu. Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur sagt að hann sé ósáttur með að mæta B-liði Íslands í lokaleik Noregs fyrir EM en miðað við frammistöðu íslensku landsliðsmannanna til þessa er hörkuleikur í vændum.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira