Handbolti

Jicha ekki með Tékkum á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Filip Jicha verður ekki með Tékkum á EM.
Filip Jicha verður ekki með Tékkum á EM. Nordic Photos / AFP

Filip Jicha verður ekki með Tékkum á EM í Noregi en það staðfesti Uwe Schwenker, þjálfari Kiel, í samtali við Sport1.de.

Jicha gekkst undir aðgerð á hné í september síðastliðnum og hefur ekki enn jafnað sig eftir uppskurðinn.

Hann mun því verða eftir í Kiel og reyna þar að ná sér góðum fyrir fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni eftir að EM lýkur.

Jicha var næstmarkahæsti leikmaður heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi í fyrra með 57 mörk. Markahæstur var Guðjón Valur Sigurðsson með 66 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×