Handbolti

Ingimundur inn fyrir Arnór

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason, leikmaður FCK í Danmörku.
Arnór Atlason, leikmaður FCK í Danmörku. Nordic Photos / Getty Images

Arnór Atlason fer ekki til Noregs með b-liði íslenska landsliðsins eins og til stóð. Hann þarf að vera undir eftirliti lækna vegna hnémeiðsla.

Ingimundur Ingimundarson tekur sæti hans í liðinu en hann leikur með norska liðinu Elverum.

Hópurinn heldur utan í dag en liðið mætir Ungverjum á morgun. Á laugardaginn er leikur gegn Portúgal og loks gegn heimamönnum í Noregi á sunnudag.

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Björgvin Gústavsson, Fram

Birkir Ívar Guðmundsson, Lübbecke

Aðrir leikmenn:

Andri Stefan, Haukum

Arnór Gunnarsson, Val

Baldvin Þorsteinsson, Val

Einar Hólmgeirsson, Flensburg

Fannar Þorbjörnsson, Fredericia

Guðlaugur Arnarsson, Malmö

Hannes Jón Jónsson, Fredericia

Heimir Örn Árnason, Stjörnunni

Ingimundur Ingimundarson, Elverum

Kári Kristján Kristjánsson, Haukum

Rúnar Kárason, Fram

Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Sturla Ásgeirsson, Århus GF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×