Handbolti

Einar og Sigfús með B-liðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Einar Hólmgeirsson.
Einar Hólmgeirsson.

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, hefur ákveðið að senda Einar Hólmgeirsson og Sigfús Sigurðsson með B-landsliðinu til Noregs um helgina. Alfreð telur þá ekki vera í nægilega góðri leikæfingu.

Arnór Atlason mun einnig fara út með B-liðinu.

A-landsliðið keppti um helgina á æfingamóti í Danmörku á meðan B-landsliðið æfði hér heima. Alfreð mætti síðan á æfingu hjá B-liðinu í Vodafone-höllinni í dag en það er á leið á æfingamót í Noregi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×