Handbolti

Þýskaland: Kiel óstöðvandi - Logi skoraði 11

Logi Geirsson skoraði ellefu mörk fyrir Lemgo í dag en það dugði ekki til sigurs
Logi Geirsson skoraði ellefu mörk fyrir Lemgo í dag en það dugði ekki til sigurs NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel halda áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni og unnu í dag 17. deildarleikinn í röð.

Kiel lagði Dormagen auðveldlega á útivelli í dag 33-25.

Logi Geirsson var í miklu stuði hjá Lemgo og skoraði 11 mörk þegar liðið tapaði nokkuð óvænt Melsungen 33-27. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach sem tapaði fyrir Göppingen heima 27-23.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í 31-27 sigri liðisins og Grosswallstadt, en Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú fyrir heimamenn.

Minden tapaði heima fyrir Nordhorn 27-23 þar sem Gylfi Gylfason skoraði fimm mörk fyrir heimamenn og Ingimundur Ingimundarson eitt.

Úrslitin í Þýskalandi í dag:

TSV GWD Minden 23:27 HSG Nordhorn

MT Melsungen 33:27 TBV Lemgo

Gummersbach 23:27 Frisch Auf Göppingen

HBW Balingen 30:30 SG Flensburg-Handewitt

TUSEM Essen 26:29 SC Magdeburg

Stralsunder HV 24:34 Füchse Berlin

TSV Dormagen 25:33 THW Kiel

Grosswallstadt 27:31 Rhein-Neckar Löwen

Staðan í úrvalsdeildinni








Fleiri fréttir

Sjá meira


×