Handbolti

Balic mættur til Noregs

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ivano Balic.
Ivano Balic.

Króatíski landsliðshópurinn er mættur til Noregs þar sem Evrópumótið í handbolta fer að hefjast. Ivano Balic, að margra mati besti handboltamaður heims, er með liðinu en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða.

Þrátt fyrir að vera ekki búinn að jafna sig alfarið af meiðslunum ætlar Balic að vera með Króatíu á mótinu.

Ekki er víst hvort hann verði notaður í fyrsta leik gegn Póllandi.

Mirza Dzomba og Vedran Zrnic geta ekki leikið með Króatíu á mótinu vegna meiðsla. Lino Cervar, þjálfari Króatíu, segist aldrei hafa kynnst öðrum eins meiðslavandræðum og liðið hefur þurft að glíma við fyrir þetta mót.

Slóvenía, Tékkland og Pólland eru með Króatíu í riðli á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×