Körfubolti

Anthony handtekinn fyrir ölvunarakstur

Carmelo Anthony
Carmelo Anthony

Carmelo Anthony, stórstjarna Denver Nuggets í NBA-körfuboltanum, var handtekinn aðfaranótt mánudags vegna gruns um ölvunarakstur. Honum var sleppt skömmu síðar eftir því því fram kemur á vefsvæði ESPN.

Anthony átti skelfilegan leik fyrr um kvöldið þegar Denver vann mikilvægan sigur á Houston Rockets en það stoppaði hann ekki í að fá sér örlítið í glas til að fagna sigrinum.

Málið verður tekið fyrir 14. maí næstkomandi. Ekki hefur náðst í Anthony sjálfan en lögmaður hans sagði að kappinn harmaði þetta atvik sem hefði dregið athyglina frá því sem væri mikilvægast sjálfum körfuboltanum.

Talsmaður Danver vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Denver þarf að vinna síðasta leik sinn á tímabilinu gegn Memphis til að tryggja sér áttunda og síðasta sæti Vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×