Handbolti

Guðjón verður tilbúinn í febrúar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson.

Guðjón Valur Sigurðsson meiddist á kálfa í sigri Rhein Neckar Löwen á Grosswallstadt um helgina. Guðjón sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 að hann yrði tilbúinn í slaginn á ný í febrúar.

Guðjón reiknar með að geta leikið þegar Rhein Neckar Löwen mætir Fuche Berlín í fyrsta leik sínum eftir heimsmeistaramótið þann 11. febrúar. Hann mun hinsvegar missa af leikjum íslenska landsliðsins í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×