Fiðrildaáhrif í Afríku Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 8. mars 2008 06:00 Fiðrildavika Unifem hefur það einfalda markmið að varpa kastljósinu að þremur Afríkuríkjum þar sem gegndarlaust ofbeldi gegn konum hefur viðgengist. Fiðrildavikan hefur þann tilgang að vekja athygli á því að í Líberíu, Súdan og Kongó, er það regla fremur en undantekning að konur verða fyrir alvarlegu ofbeldi, þannig að sums staðar hefur mikill meirihluti kvenna upplifað upplifað kynferðislegt ofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í Austur- Kongó sem einu erfiðasta viðfangsefni sem þær hafa glímt við. Ofbeldi gegn konum hefur verið svo hryllilegt í langvarandi stríðsátökum, að talað hefur verið um nauðgunarstríðið í Kongó. Talið er að um 70% stúlkna og kvenna á öllum aldri hafi verið nauðgað eða mátt þola annað kynferðisofbeldi. Í Líberíu var nauðgunum beitt sem vopn í borgarastríði sem lauk árið 2003. Líkami kvenna varð að vígvelli og börnum og konum var haldið sem kynlífsþrælum í herbúðum. Í Suður-Súdan er afleiðing 20 ára borgarastríðs m.a. sú að tíðni mæðradauða er hvergi hærri í öllum heiminum. Viðvarandi átök, hungursneyð og sú staðreynd að jarðsprengjur eru á helstu samgönguleiðum hafa gert að verkum að staða kvenna er ótrúlega bágborin. Styrktarstjóður Unifem hefur stutt uppbyggingastarf á vegum ríkisstjórna og frjálsra félagasamtaka með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir, og útrýma ofbeldi, gegn konum. Það segir ýmislegt um þörfina að umsóknir um styrki úr sjóðinum hafa hljóðað upp á tífalda upphæð þess sem hægt er að veita. Hins vegar gefur það tilefni til bjartsýni að áþreifanlegur árangur hefur náðst víða. Á einum áratug hafa verkefni í yfir hundrað löndum hlotið styrki og breytingar til batnaðar hafa orðið að veruleika. Unifem á Íslandi byggir Fiðrildavikuna á þeirri hugmynd að fiðrildið er tákn breytinga til hins betra. Við skulum vona að áhrifin úr fjársöfnun Unifem þessa dagana verði þau hægt verði að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Öllum gefst kost á því að leggja hönd á plóginn til að bæta stöðu kvenna í þessu löndum. Og í dag 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna, nær söfnunin hámarki. Með því að hringja í símanúmerin, 904-1000, 904-3000 eða 904 5000 eftir því hvað fólk vill gefa mikið, er hægt að sýna stuðning sinn í verki og stuðla að fiðrildáhrifum, alla leið til Afríku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun
Fiðrildavika Unifem hefur það einfalda markmið að varpa kastljósinu að þremur Afríkuríkjum þar sem gegndarlaust ofbeldi gegn konum hefur viðgengist. Fiðrildavikan hefur þann tilgang að vekja athygli á því að í Líberíu, Súdan og Kongó, er það regla fremur en undantekning að konur verða fyrir alvarlegu ofbeldi, þannig að sums staðar hefur mikill meirihluti kvenna upplifað upplifað kynferðislegt ofbeldi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst ástandinu í Austur- Kongó sem einu erfiðasta viðfangsefni sem þær hafa glímt við. Ofbeldi gegn konum hefur verið svo hryllilegt í langvarandi stríðsátökum, að talað hefur verið um nauðgunarstríðið í Kongó. Talið er að um 70% stúlkna og kvenna á öllum aldri hafi verið nauðgað eða mátt þola annað kynferðisofbeldi. Í Líberíu var nauðgunum beitt sem vopn í borgarastríði sem lauk árið 2003. Líkami kvenna varð að vígvelli og börnum og konum var haldið sem kynlífsþrælum í herbúðum. Í Suður-Súdan er afleiðing 20 ára borgarastríðs m.a. sú að tíðni mæðradauða er hvergi hærri í öllum heiminum. Viðvarandi átök, hungursneyð og sú staðreynd að jarðsprengjur eru á helstu samgönguleiðum hafa gert að verkum að staða kvenna er ótrúlega bágborin. Styrktarstjóður Unifem hefur stutt uppbyggingastarf á vegum ríkisstjórna og frjálsra félagasamtaka með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir, og útrýma ofbeldi, gegn konum. Það segir ýmislegt um þörfina að umsóknir um styrki úr sjóðinum hafa hljóðað upp á tífalda upphæð þess sem hægt er að veita. Hins vegar gefur það tilefni til bjartsýni að áþreifanlegur árangur hefur náðst víða. Á einum áratug hafa verkefni í yfir hundrað löndum hlotið styrki og breytingar til batnaðar hafa orðið að veruleika. Unifem á Íslandi byggir Fiðrildavikuna á þeirri hugmynd að fiðrildið er tákn breytinga til hins betra. Við skulum vona að áhrifin úr fjársöfnun Unifem þessa dagana verði þau hægt verði að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Öllum gefst kost á því að leggja hönd á plóginn til að bæta stöðu kvenna í þessu löndum. Og í dag 8. mars, á alþjóðlegum degi kvenna, nær söfnunin hámarki. Með því að hringja í símanúmerin, 904-1000, 904-3000 eða 904 5000 eftir því hvað fólk vill gefa mikið, er hægt að sýna stuðning sinn í verki og stuðla að fiðrildáhrifum, alla leið til Afríku.