Handbolti

Gylfi til Minden

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Gylfason leikur með Minden næstu tvö árin.
Gylfi Gylfason leikur með Minden næstu tvö árin.

Handknattleikskappinn hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Minden til næstu tveggja ára en hann lék síðast með Wilhelmshaven sem féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Minden bjargaði sér hins vegar naumlega frá falli en Gylfi sagði í samtali við heimasíðu Minden að hann ætti ekki von á því að félagið myndi lenda aftur í fallbaráttu næsta tímabil.

„Liðið náði að halda flestum sínum leikmönnum. Það þarf þó að sýna stöðugari leik en það gerði í ár og hef ég fulla trú á að það verði raunin," sagði Gylfi.

Einar Örn Jónsson hefur leikið með Minden undanfarin tímabil en hann heldur heim á leið nú í sumar. Gylfi sagði að Einar hefði aðeins frá góðu að segja varðandi félagið.

„Ég er mikill liðsheildarmaður og gef allt fyrir liðið," sagði Gylfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×