Handbolti

Guðjón Valur með tíu mörk í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach í gær. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach tapaði sínum fyrsta leik í milliriðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær, fyrir Montpellier í Frakklandi, 41-37.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson fjögur.

Sigurstranglegasta liðið í riðlinum, Ciudad Real, vann í gær góðan níu marka sigur á RK Velenja í Slóveníu, 31-22. Ólafur Stefánsson skoraði fjögur mörk í leiknum.

Sextán lið var skipt í fjóra riðla í Meistaradeildinni og kemst efsta liðið úr hverjum riðli áfram í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×