Nóg er nóg er nóg Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 3. september 2008 05:45 Á dögunum þáði ég boð um að mæta á samkomu hjá Samhjálp. Bjóðandinn er dæmalaust vel gerður piltur sem nýlega sneri við blaðinu og kvaddi förunaut sinn fíkniefnadjöfulinn sem hafði verið honum fylgispakur um hríð. Svo sem hjá fleirum reyndist snertilending við botninn vel, á elleftu stundu getur verið einkar hollt að fá harkalegt raunveruleikaspark þótt það sé ónotalegt í bili. Salurinn var þétt skipaður ungu fólki einkum sem flest var trúlega búið með partí- og tattúkvótann. Tónlistin var vissulega öðruvísi en í venjulegri messu og predikunin ýtin og persónuleg. Aldrei fyrr hef ég heyrt talað um guð og rúnk í sömu málsgreininni. Virðuleg frú í settlegri dragt hefði jafnvel getað farið hjá sér stöku sinnum ef hún væri ekki svona hrifnæm og áhrifagjörn yfirhöfuð. Að hálfu var athyglin þó á vini mínum sem á bak við hardcore lúkkið hafði ekki verið svona glaður í sjálfum sér og meyr í háa herrans tíð, því virk fíkn er sjúkdómur sem heltekur lífið eins og það leggur sig. Rænir sálinni í einu lagi ef færi gefst og smitar heilu fjölskyldurnar eins og skæður vírus. Ekkert er auðveldara en að vera uppfullur af skilgreiningum á öðru fólki. Hinn otandi vísifingur er ekki bara tamur þeim sem lifa lífinu samkvæmt Upplýsingariti samfélagsins um góða siði og fyrirmyndar ákvarðanir, heldur líka okkur hinum sem burðumst með allskyns brotalamir sjálf. Þótt fíkn sé einkum skilgreindur sjúkdómur hjá þeim sem sýna ýktustu einkennin og glíma við verstu fráhvörfin, þá er veröldin líklegast full af fíklum sem hafa ekki hugmynd um eigin neyslu. Á sumu er bara stigsmunur en ekki eðlis. Það væri náttúrlega dálítið lasið að stimpla þá alla fíkla sem hafa viðþolslausa þörf fyrir til dæmis athygli eða aðdáun annarra en tilhugsunin er áleitin um vaxandi friðleysi. Sífellt fleiri virðast aldrei geta fallið nóg í kramið eða upplifað nógu mikla dramatík, eignast nógu mikla peninga eða nógu mikil völd. Eða geta aldrei étið nóg eða orðið nógu mjóir eða nógu massaðir. Einkennin eru fjölbreytileg en afneitunin sameiginleg. Ef til vill verður fljótlega orðin þörf fyrir tólf spora kerfið sem valgrein í menntó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Á dögunum þáði ég boð um að mæta á samkomu hjá Samhjálp. Bjóðandinn er dæmalaust vel gerður piltur sem nýlega sneri við blaðinu og kvaddi förunaut sinn fíkniefnadjöfulinn sem hafði verið honum fylgispakur um hríð. Svo sem hjá fleirum reyndist snertilending við botninn vel, á elleftu stundu getur verið einkar hollt að fá harkalegt raunveruleikaspark þótt það sé ónotalegt í bili. Salurinn var þétt skipaður ungu fólki einkum sem flest var trúlega búið með partí- og tattúkvótann. Tónlistin var vissulega öðruvísi en í venjulegri messu og predikunin ýtin og persónuleg. Aldrei fyrr hef ég heyrt talað um guð og rúnk í sömu málsgreininni. Virðuleg frú í settlegri dragt hefði jafnvel getað farið hjá sér stöku sinnum ef hún væri ekki svona hrifnæm og áhrifagjörn yfirhöfuð. Að hálfu var athyglin þó á vini mínum sem á bak við hardcore lúkkið hafði ekki verið svona glaður í sjálfum sér og meyr í háa herrans tíð, því virk fíkn er sjúkdómur sem heltekur lífið eins og það leggur sig. Rænir sálinni í einu lagi ef færi gefst og smitar heilu fjölskyldurnar eins og skæður vírus. Ekkert er auðveldara en að vera uppfullur af skilgreiningum á öðru fólki. Hinn otandi vísifingur er ekki bara tamur þeim sem lifa lífinu samkvæmt Upplýsingariti samfélagsins um góða siði og fyrirmyndar ákvarðanir, heldur líka okkur hinum sem burðumst með allskyns brotalamir sjálf. Þótt fíkn sé einkum skilgreindur sjúkdómur hjá þeim sem sýna ýktustu einkennin og glíma við verstu fráhvörfin, þá er veröldin líklegast full af fíklum sem hafa ekki hugmynd um eigin neyslu. Á sumu er bara stigsmunur en ekki eðlis. Það væri náttúrlega dálítið lasið að stimpla þá alla fíkla sem hafa viðþolslausa þörf fyrir til dæmis athygli eða aðdáun annarra en tilhugsunin er áleitin um vaxandi friðleysi. Sífellt fleiri virðast aldrei geta fallið nóg í kramið eða upplifað nógu mikla dramatík, eignast nógu mikla peninga eða nógu mikil völd. Eða geta aldrei étið nóg eða orðið nógu mjóir eða nógu massaðir. Einkennin eru fjölbreytileg en afneitunin sameiginleg. Ef til vill verður fljótlega orðin þörf fyrir tólf spora kerfið sem valgrein í menntó.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun