Handbolti

Einar samdi við Grosswallstadt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með Flensburg.
Einar Hólmgeirsson í leik með Flensburg. Mynd/Vilhelm

Einar Hólmgeirsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Grosswallstadt.

Það var greint frá því í lok mars að hann myndi ganga aftur til liðs við Grosswallstadt frá Flensburg en nú hefur það verið staðfest. Einar lék með Grosswallstadt á árunum 2004 til 2007 og skoraði á þeim tíma 417 mörk í 85 deildarleikjum.

Hann fékk fá tækifæri hjá Flensburg og skoraði alls 27 mörk í nítján leikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×