Brúin út í Viðey 17. mars 2008 14:37 Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun