Handbolti

Guðjón Valur með sjö mörk

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Bongarts

Guðjón Valur skoraði sjö mörk fyrir Gummersbach sem vann þriggja marka sigur á Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 33-30.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk og Sverre Andreas Jakobsson lék í vörn Gummersbach.

Gylfi Gylfason skoraði eitt marka Wilhelmshaven sem tapaði fyrir Essen, 30-28. Essen lyfti sér þar með upp af botni deildarinnar en er með ellefu stig, rét eins og Minden og Lübbecke en síðarnefnda liðið er á botni deildarinnar.

Gummersbach er í sjötta sætinu og Balingin í því þrettánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×