Handbolti

Lübbecke enn með fullt hús

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke.
Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato
TuS N-Lübbecke vann í gærkvöldi sinn fjórtánda sigur í jafn mörgum leikjum í þýsku B-deildinni í handbolta.

Lübbecke vann sjö marka sigur á HSV Hannover, 29-22, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Þórir Ólafsson hefur verið atkvæðamikill í liði Lübbecke í vetur en komst reyndar ekki á blað í gær.

Lübbecke er á hraðri leið aftur upp í úrvalsdeildina en liðið er nú með fimm stiga forystu á Hamm á toppi deildarinnar.

Hitt Íslendingalið deildarinnar, Hannover-Burgdorf, er í fjórða sæti deildarinnar og mætir Dessau-Rosslauer í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×