Þórir meiddist aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. maí 2008 11:26 Þórir Ólafsson í leik með Lübbecke. Mynd/Oliver Krato Þórir Ólafsson er óviss um hvort hann verði áfram hjá þýska handboltaliðinu Lübbecke en hann meiddist öðru sinni á æfingu í vikunni. Þórir hefur verið frá lengst af á tímabilinu eftir að hann þríbrotnaði á viðbeini. Hann byrjaði aftur að æfa í apríl og hefur verið að komast í sitt besta form. Á þriðjudaginn meiddist hann hins vegar öðru sinni eftir að hafa lent illa eftir samstuð við félaga sinn. „Það er þó ekkert brotið í þetta skiptið en það er samt ekki alveg komið á hreint hversu alvarleg meiðslin eru. Ég hitti lækni síðar í dag og þá veit ég vonandi meira," sagði hann í samtali við Vísi. „Það er ljóst að ég missi af lokaleik okkar í deildinni á laugardaginn en ég gæti orðið aftur klár strax í næstu viku." Lübbecke er sem stendur í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og mætir Füchse Berlin í lokaumferðinni. Sigur gæti dugað til að bjarga liðinu frá falli eða tryggja því rétt til að taka þátt í umspili við lið úr B-deildinni um sæti í úrvalsdeildinni. Samningur Þóris rennur út í lok tímabilsins og er hann ekki viss um hvort hann verði áfram hjá því á næstu leiktíð. „Það eru einhverjar hreyfingar á því máli nú en ekkert sem er orðið öruggt. Það verður beðið með allar þessar ákvarðanir þar til það er ljóst í hvaða deild við spilum á næsta tímabili." En sjálfur segist hann hafa áhuga á því að spila áfram með liðinu, þó svo að það falli um deild. „Við erum með ágætislið og þó svo að við myndum falla yrði stefnan örugglega tekin beint aftur upp." Wilhelmshaven er með fjórtán stig í neðsta sæti og Minden og Lübbecke eru þar fyrir ofan, bæði með sextán stig. Essen er svo í fimmtánda sæti með sautján stig. Tvö neðstu liðin falla í B-deildina en þriðja neðsta mætir liði úr B-deildinni bæði heima og að heiman um sæti í úrvalsdeildinni. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Þórir Ólafsson er óviss um hvort hann verði áfram hjá þýska handboltaliðinu Lübbecke en hann meiddist öðru sinni á æfingu í vikunni. Þórir hefur verið frá lengst af á tímabilinu eftir að hann þríbrotnaði á viðbeini. Hann byrjaði aftur að æfa í apríl og hefur verið að komast í sitt besta form. Á þriðjudaginn meiddist hann hins vegar öðru sinni eftir að hafa lent illa eftir samstuð við félaga sinn. „Það er þó ekkert brotið í þetta skiptið en það er samt ekki alveg komið á hreint hversu alvarleg meiðslin eru. Ég hitti lækni síðar í dag og þá veit ég vonandi meira," sagði hann í samtali við Vísi. „Það er ljóst að ég missi af lokaleik okkar í deildinni á laugardaginn en ég gæti orðið aftur klár strax í næstu viku." Lübbecke er sem stendur í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og mætir Füchse Berlin í lokaumferðinni. Sigur gæti dugað til að bjarga liðinu frá falli eða tryggja því rétt til að taka þátt í umspili við lið úr B-deildinni um sæti í úrvalsdeildinni. Samningur Þóris rennur út í lok tímabilsins og er hann ekki viss um hvort hann verði áfram hjá því á næstu leiktíð. „Það eru einhverjar hreyfingar á því máli nú en ekkert sem er orðið öruggt. Það verður beðið með allar þessar ákvarðanir þar til það er ljóst í hvaða deild við spilum á næsta tímabili." En sjálfur segist hann hafa áhuga á því að spila áfram með liðinu, þó svo að það falli um deild. „Við erum með ágætislið og þó svo að við myndum falla yrði stefnan örugglega tekin beint aftur upp." Wilhelmshaven er með fjórtán stig í neðsta sæti og Minden og Lübbecke eru þar fyrir ofan, bæði með sextán stig. Essen er svo í fimmtánda sæti með sautján stig. Tvö neðstu liðin falla í B-deildina en þriðja neðsta mætir liði úr B-deildinni bæði heima og að heiman um sæti í úrvalsdeildinni.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira