Lakers jafnaði félagsmet - Tólf í röð hjá Boston 8. desember 2008 09:22 Kobe Bryant og félagar eru á mikilli siglingu rétt eins og meistarar Boston NordicPhotos/GettyImages LA Lakers jafnaði í nótt félagsmet þegar liðið vann sigur á Milwaukee í NBA deildinni. Liðið hefur unnið 17 af fyrstu 19 leikjum sínum í deildinni til þessa. Lakers vann nokkuð auðveldan 105-92 sigur á Milwaukee og jafnaði þar með bestu byrjun félagsins í sögunni. Liðið byrjaði líka 17-2 árið 1985 og hefur ekki byrjað betur í 61 árs sögu félagsins. Lakers gekk ekki sérlega vel í sóknarleiknum í nótt en góður varnarleikur skóp sigurinn. Kobe Bryant skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar, Derek Fisher skoraði 19 stig og Andrew Bynum skoraði 14 stig og hirti 14 fráköst. Varamaðurinn Joe Alexander skoraði mest hjá Milwaukee, 15 stig. Tólf í röð hjá Boston Meistarar Boston hafa ekki verið síðri það sem af er í vetur og unnu sinni 12. sigur í röð í nótt. Liðið þurfti þó framlengingu til að leggja Indiana Pacers á útivelli 122-117. Boston hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Boston í leiknum og setti sjö þrista, Kevin Garnett var með 17 stig og 20 fráköst og Paul Pierce skoraði 17 stig og fór upp fyrir Kevin McHale á stigalista Boston. Hann er nú fjórði stigahæsti leikmaður í sögu félagsins með 17,346 stig. Aðeins John Havlicek, Larry Bird og Robert Parish hafa skorað meira. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana og Danny Granger 20 stig. Indiana er annað þeirra tveggja liða sem hafa unnið Boston í vetur og var ekki langt frá því að endurtaka leikinn í nótt. Portland gekk vel fyrir austan Þá vann Portland nauman útisigur á Toronto 98-97 þar sem þristur frá Steve Blake tryggði gestunum sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig fyrir Toronto og Chris Bosh 19 en LaMarcus Aldridge skoraði 20 fyrir Portland og Blake 19. Þetta var fjórði sigur Portland á fimm leikja ferðalagi um Austurdeildina þar sem liðið tapaði aðeins fyrir Boston. NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
LA Lakers jafnaði í nótt félagsmet þegar liðið vann sigur á Milwaukee í NBA deildinni. Liðið hefur unnið 17 af fyrstu 19 leikjum sínum í deildinni til þessa. Lakers vann nokkuð auðveldan 105-92 sigur á Milwaukee og jafnaði þar með bestu byrjun félagsins í sögunni. Liðið byrjaði líka 17-2 árið 1985 og hefur ekki byrjað betur í 61 árs sögu félagsins. Lakers gekk ekki sérlega vel í sóknarleiknum í nótt en góður varnarleikur skóp sigurinn. Kobe Bryant skoraði 20 stig og gaf 8 stoðsendingar, Derek Fisher skoraði 19 stig og Andrew Bynum skoraði 14 stig og hirti 14 fráköst. Varamaðurinn Joe Alexander skoraði mest hjá Milwaukee, 15 stig. Tólf í röð hjá Boston Meistarar Boston hafa ekki verið síðri það sem af er í vetur og unnu sinni 12. sigur í röð í nótt. Liðið þurfti þó framlengingu til að leggja Indiana Pacers á útivelli 122-117. Boston hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum. Ray Allen skoraði 35 stig fyrir Boston í leiknum og setti sjö þrista, Kevin Garnett var með 17 stig og 20 fráköst og Paul Pierce skoraði 17 stig og fór upp fyrir Kevin McHale á stigalista Boston. Hann er nú fjórði stigahæsti leikmaður í sögu félagsins með 17,346 stig. Aðeins John Havlicek, Larry Bird og Robert Parish hafa skorað meira. Marquis Daniels skoraði 26 stig fyrir Indiana og Danny Granger 20 stig. Indiana er annað þeirra tveggja liða sem hafa unnið Boston í vetur og var ekki langt frá því að endurtaka leikinn í nótt. Portland gekk vel fyrir austan Þá vann Portland nauman útisigur á Toronto 98-97 þar sem þristur frá Steve Blake tryggði gestunum sigurinn þegar skammt var til leiksloka. Jermaine O´Neal skoraði 24 stig fyrir Toronto og Chris Bosh 19 en LaMarcus Aldridge skoraði 20 fyrir Portland og Blake 19. Þetta var fjórði sigur Portland á fimm leikja ferðalagi um Austurdeildina þar sem liðið tapaði aðeins fyrir Boston.
NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira