Tyrkneski baðdagurinn 6. mars 2008 11:01 Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Konan mín vakti mig í morgun með þeim orðum að mín biði tyrkneskt bað í kvöld. Ég setti í brýrnar af því íslenskt bað hefur nægt mér hingað til. En hún er klár á því að það útlenska sé betra. Tyrkneskt bað. Mér skilst það felist í einhverri drullu sem borin er á bakið á manni - og svo sé maður makaður hátt og lágt þar til allir óhreinir andar hverfi úr sálu manns. Gott ef á að giska mögnuðum steinvölum er ekki líka raðað eftir kúnstarinnar reglum upp hryggsúluna svo maður nái almennilegu sambandi við sjálfan sig. Tyrkneskt bað, já. Ég á sumsé afmæli í dag, orðinn vel miðaldra - og aðeins tvö ár þar til ég neyðist til að spyrja sjálfan mig þessarar agalegu spurningar: Vill einhver elska 49 ára gamlan mann? Vill einhver elska, almennt. En ég er ekki illa settur. Með þessa líka konu við hlið mér sem ætlar að skíta mig út í kvöld. Og kallar það bað ... -SER.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun