Handbolti

Sigur hjá Flensburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kent-Harry Anderson, þjálfari Flensburg.
Kent-Harry Anderson, þjálfari Flensburg. Mynd/Vilhelm
Flensburg vann í kvöld sigur á úkraínska félaginu ZTR Saporoschje í riðli Hauka í Meistaradeild Evrópu.

Flensburg lék á heimavelli í kvöld og vann öruggan átján marka sigur, 38-20, eftir að hafa verið með tólf marka forystu í hálfleik.

Haukar hafa leikið tvo leiki til þessa í riðlinum og einmitt gegn þessum tveimur liðum. Íslandsmeistararnir unnu Saporoschje í fyrstu umferðinni á heimavelli, 26-25, og töpuðu svo fyrir Flensburg á útivelli, 35-29.

Haukar eiga næst leik gegn ungverska félaginu KC Veszprem á sunnudaginn sem hefur unnið báða leiki sína til þessa í riðlinum, gegn báðum þeim liðum sem mættust í kvöld.

Alexander Petersson gat ekki leikið með Flensburg í kvöld vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×