Viðskipti innlent

Auður Capital hefur fengið starfsleyfi

Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, æðstu stjórnendur Auðar Capital.
Halla Tómasdóttir og Kristín Pétursdóttir, æðstu stjórnendur Auðar Capital.

Auður Capital hefur fengið leyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki. Félagið hefur þegar ráðið tólf manna teymi sem hefur viðamikla alþjóðlega reynslu af fjármálamörkuðum og rekstri.

Í tilkynningu frá Auði Capital segir að félagið bjóði fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, fyrirtækjaráðgjafar auk þess að stýra fagfjárfestasjóðum (e.Private Equity). „Auður leggur áherslu á óháða fjármálaráðgjöf, áhættumeðvitund og samfélagslega ábyrgð. Auður hefur gert samstarfssamninga við öll helstu fjármálafyrirtæki landsins sem og öflug alþjóðleg fjármálafyrirtæki og býður því mikið úrval fjárfestingakosta," segir í tilkynningu frá Auði.

Það er Halla Tómasdóttir sem er stjórnarformaður Auðar Capital.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×