Handbolti

Meiðsli Guðjóns Vals ekki alvarleg

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vongóður um að meiðslin sem hann varð fyrir í leik Noregs og Íslands um helgina séu ekki alvarleg. Hann stefnir jafnvel að því að leika með Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn.

Sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins sem og sjúkraþjálfari Rhein-Neckar Löwen eru að sögn Guðjóns vongóðir um að ekkert sé brotið eða slitið í ökklanum þar sem hann meiddist.

„Við byrjum á því að ná bólgunni niður og þegar hún fer byrja ég að æfa aftur. Ég held að þetta sé ekki verra en það enda leit þetta kannski verr út en þetta var í raun og veru," sagði Guðjón Valur.

„Við eigum svo leik á fimmtudaginn og mun ég prófa að æfa á miðvikudaginn og sjá svo til."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×