Erlent

Kerstin Fritzl ætti að ná sér að fullu

Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar
Spítalinn sem Kirsten Fritzl dvelst á.
Spítalinn sem Kirsten Fritzl dvelst á.

Hin 19 ára Kerstin Fritzl ætti að ná fullri heilsu samkvæmt lækni hennar. Hún er ein af börnunum sem Josef Fritzl átti með dóttur sinni Elisabeth sem hann hélt fanginni í kjallara sínum í 24 ár. Kerstin hefur verið meðvitundarlaus frá því veikindi hennar ljóstruðu upp um fangana í kjallaranum í apríl en hún vaknaði úr dái fyrir nokkrum dögum.

Sagt er að Kerstin hafi þegar tekið sín fyrstu skref eftir að hafa verið í dái. Hún hitti móður sína og hin systkinin öll á sunnudaginn en fjölskyldan hefur nú flutt inn í hús á sjúkrahúslóðinni þannig að þau geti lifað sem eðlilegustu lífi á sama tíma og Kerstin þarf að vera í læknisumsjá.

Að sögn læknis hennar getur hún bæði lesið og skrifað og á gott með að eiga samskipti við fólk þrátt fyrir að hafa lifað niður í kjallara allt sitt líf, alls átján ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×